Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna í Sambandsdeildinni Fjórir leikir fóru fram hér á landi í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær. Stjarnan var eina liðið sem vann sinn leik, Breiðablik og Víkingur töpuðu en Valur gerði markalaust jafntefli. Öll mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan. 26.7.2024 09:01
Michelin-mötuneytið veldur vonbrigðum og Bretar bóka einkakokk Ólympíuliði Bretlands var borið hrátt kjöt á borð og hefur í kjölfarið kallað eftir einkakokki til að matreiða fyrir íþróttafólkið meðan Ólympíuleikunum stendur yfir. 26.7.2024 08:13
Priestman vikið úr starfi og aðstoðarmaðurinn fékk fangelsisdóm Beverly Priestman hefur verið vikið úr starfi sem þjálfari kvennalandsliðs Kanada í fótbolta á meðan Ólympíuleikunum stendur eftir að frekari upplýsingar um drónanjósnir hennar litu dagsins ljós. 26.7.2024 07:32
„Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir“ Það var að vonum svekktur Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal eftir 0-1 tap Víkings gegn KF Egnatia í kvöld. Arnar segir sína menn hafa lagt sig alla fram en skortur á sjálfstrausti og tæknileg mistök urðu þeim að falli. 25.7.2024 21:47
Uppgjörið: Víkingur-Egnatia 0-1 | Víkingar slá slöku við í Sambandsdeildinni Víkingur lá 0-1 fyrir KF Egnatia í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Markmannsmistök kostuðu Víkinga leikinn og þeir fundu fá færi í leit að jöfnunarmarki. 25.7.2024 18:01
Ocon verður fyrsti sigurvegarinn til að keyra fyrir Haas Esteban Ocon verður fyrsti Formúlu 1 sigurvegarinn til að aka fyrir Haas. Hann samdi við bandaríska félagið og mun mynda nýtt Haas lið á næsta ári með nýliðanum Oliver Bearman. 25.7.2024 17:30
Baldvin bætti eigið Íslandsmet: „Ákveðinn múr sem mig er búið að langa að rjúfa lengi“ Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í 1500 metra hlaupi utanhúss á móti í Lundúnum í gærkvöldi og varð um leið fyrstur Íslendinga til að hlaupa vegalengdina á minna en þremur mínútum og fjörutíu sekúndum. 25.7.2024 16:30
Moussa Diaby fer til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu Moussa Diaby hefur yfirgefið herbúðir Aston Villa eftir aðeins eitt tímabil og skrifað undir samning við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. 25.7.2024 16:01
Fulham gerir Smith Rowe að dýrasta leikmanni í sögu félagsins Fulham er sagt hafa boðið 35 milljónir punda í Emile Smith Rowe, sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Arsenal er tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en kveður hann með miklum trega. 25.7.2024 12:31
Amnesty segir búrkubann Frakka brjóta gegn mannréttindum Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega ákvörðun Frakka að banna keppendum á Ólympíuleikunum að klæðast búrku, hijab eða öðrum trúartengdum klæðnaði. 25.7.2024 11:01