Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sigur Erdogans stað­festur

Recep Tayyip Erdogan var í dag endurkjörinn forseti Tyrklands. Hann verður forseti í fimm ár til viðbótar og mun þá hafa verið í embætti í aldarfjórðung. Hann hafði betur gegn mótframbjóðandanum Kemel Kilicdaroglu í seinni umferð forsetakosninga.

Náðu sam­komu­lagi til að forða Banda­ríkjunum frá greiðslu­þroti

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku.

Meint hópslags­mál reyndust gamnis­lagur

Á sjöunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að mennirnir þrír voru vinir að gantast, eins og það er orðað í dagbók lögreglu.

Sóttu slasaða hesta­konu á Vala­hnúka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð.

Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes

Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Elda ofan í flugstöðvargesti

Veitingastaðurinn Elda Bistro hefur verið opnaður á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni. Um er að ræða annan af tveimur veitingastöðum nýs rekstraraðila veitingastaða í Leifsstöð.

Ríflega 1500 loftslagsmótmælendur handteknir

Lögreglan í Haag í Hollandi handtók í dag 1579 aðgerðarsinna sem reyndu að teppa hraðbraut í nafni loftslagsaðgerða. Flestum þeirra var að lokum sleppt en líklegt er að fjörutíu þeirra verði sóttir til saka fyrir aðgerðir sínar í dag. Meðal mótmælenda var þekkt hollensk leikkona.

Anatomi­e d'une chute hlaut Gull­pálmann

Kvikmynd franska leikstjórans Justine Triet, Anatomi­e d'une chute, sem mætti útleggja sem Anatómía falls, hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem kvikmynd í leikstjórn konu hlýtur verðlaunin, sem eru ein þau eftirsóttustu í kvikmyndabransanum.

Lög­maður hjá Skattinum hlaut verð­laun fyrir árangur í skip­stjórn

Fjölmennasta útskrift í sögu Tækniskólans fór fram í gær. Meðal útskrifaðra var Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir, sem hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum. Hún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands, með lög­manns­rétt­indi og starfar hjá Skatt­inum.

Sjá meira