Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjögurra ára skammtur stera gæti hafa stöðvað höfnunina

Guðmundur Felix Grétarsson hefur legið á spítala undanfarið þar sem hann hefur fengið gríðarlega sterka sterameðferð vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum, sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann segist hafa fengið fjögurra ára skammt af sterum á síðustu þremur dögum og að hann gæti hafa stöðvað höfnunina.

Hug­mynd um flýti­með­ferð ekki unnin í sam­ráði við SÁÁ

Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær.

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann MORFÍs

Menntaskólinn í Reykjavík vann rétt í þessu Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, MORFÍs. MR mætti liði Flensborgarskólans í Hafnarfirði í úrslitum.

Stuðningur við Úkraínu eini val­mögu­leikinn

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fór til Odessa í Úkraínu í morgun ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem höfðu verið á fundi í Moldóvu. Ekki hafði verið tilkynnt um heimsóknina fyrirfram af öryggisástæðum. 

Þrír hermenn létust þegar þyrlur skullu saman

Þrír bandarískir hermenn létust í Alaska í Bandaríkjunum í dag þegar tvær herþyrlur skullu saman og hröpuðu til jarðar. Tveir hermenn voru í hvorri þyrlunni. Einn komst lífs af úr slysinu og er á sjúkrahúsi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja eitt hundrað og sjötíu milljónum króna til að sporna gegn ópíóðafaraldrinum. Samstaða ríkir hins vegar ekki um afglæpavæðingu neysluskammta. Fjallað verður nánar um málið og rætt við yfirlækni Vogs um mögulegt fyrirkomulag boðaðrar viðbragðsþjónustu vegna vímuefnaneyslu.

Sjá meira