Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Símon Orri stýrir sölu smart­bíla

Símon Orri Sævarsson hefur verið ráðinn til Bílaumboðsins Öskju. Símon mun gegna starfi sölustjóra smartbíla og Mercedes-Benz sendibíla. Bílaframleiðandinn Smart býður upp á rafknúna bíla og er nýjasta viðbótin í vöruframboði Öskju.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot og er laus allra mála. Lögreglan í Manchester staðfesti þetta við fréttastofu fyrr í dag en Gylfi var handtekinn fyrir tæpum tveimur árum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við formann leikmannasamtaka Íslands í beinni.

Skera niður allt fé á öðrum bæ í Mið­firði

Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður.

„Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína for­tíð“

Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru.

Óska eftir að leiðinni verði lokað eftir að stígar fóru að gefa sig

Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa óskað eftir að hinni vinsælu gönguleið í Reykjadal verði lokað þar til annað verði ákveðið vegna mikillar rigningar og aurburðar á svæðinu. Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott á gönguleiðinni og að göngustígar séu farnir að gefa sig.

Stétta­bar­átta, skipu­lags­mál og mold

Stefán Ólafssson prófessor emeritus við HÍ er fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á páskadag. Hann ætlar að fjalla um nýja bók sína, Baráttan um bjargirnar, sem setur stjórnmál og stéttabaráttu í forgrunn þróunar íslensks samfélags síðustu hundrað árin.

Eldur logaði í safn­haug fram á nótt

Mikið mæddi á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring. Dælubílar voru sendir í  fjögur útköll, þar af eitt sem tók fjórar klukkustundir, og sjúkralið sinnti 94 sjúkraflutningum, sem er vel yfir meðaltali.

Sjá meira