Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Komst ekki í ferð og fær 185 þúsund krónur endur­greiddar

Ferðamaður sem komst ekki í íshellaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis vegna veðurs fær ferðina endurgreidda að fullu. Hann fór einnig fram á bætur vegna andlegs álags en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á það.

Á­fram fundað stíft í Karp­húsinu

Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófu fundahöld klukkan 09 í morgun og gert er ráð fyrir því að fundað verði áfram í allan dag.

Fjöl­skyldan lýsti ára­löngu of­beldi en ekki fallist á brot í nánu sam­bandi

Pólskur fjölskyldufaðir hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og barnaverndarlagabrot gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Ekki var fallist á það með ákæruvaldinu að hann hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi, þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi lýst áralöngu ofbeldi af hans hálfu.

Hverfa aftur til fyrra skipu­lags að­gengis að Grinda­vík

Á morgun, þriðjudaginn 6.febrúar, verður aftur farið í fyrra útgefið skipulag þar sem aðgengi að Grindavík verður með þeim hætti að íbúar fá fyrirframskilgreindan dag til að fara til Grindavíkur í lengri tíma en áður.

Fjórði á­reksturinn í dag

Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Á­rekstur á Háa­leitis­braut

Betur fór en á horfðist þegar árekstur tveggja fólksbíla varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík í morgun. Þegar slökkvilið bar að garði höfðu allir farþegar bílanna komið sér út úr bílunum og enginn þeirra var slasaður.

Arion banki lækkar vexti

Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir.

Sjá meira