Aron Einar og Arnór minnast systur sinnar sem lést langt fyrir aldur fram Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór Gunnarssynir minnast systur sinnar, Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur sem féll frá á dögunum aðeins fjörutíu ára að aldri, í hjartnæmum færslum á samfélagsmiðlum. 3.10.2023 14:14
Kone kjálkabrotinn og lengi frá eftir högg frá Drungilas: „Fullmikið af því góða“ Kevin Kone, nýr erlendur leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, missir af upphafi tímabils í Subway deild karla eftir að hafa kjálkabrotnað þegar Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, gaf honum olnbogaskot í æfingaleik liðanna á dögunum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir meiðsli Kone bæta gráu ofan á svart fyrir liðið sem er ansi þunnskipað þessa stundina. 3.10.2023 13:27
„Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur“ Davíð Smári Lamude, þjálfari fótboltaliðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugardalsvelli í jafn stórum og mikilvægum leik og úrslitaleikur Vestra og Aftureldingar í umspili Lengjudeildarinnar á dögunum var. Hann er þakklátur Vestfirðingum fyrir góðar móttökur á hans fyrsta tímabili sem þjálfari Vestra. 3.10.2023 10:10
Áhugi á Alberti á Ítalíu og á Spáni: Meistararnir lengi fylgst með stöðu mála Frammistaða íslenska fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar í upphafi yfirstandandi tímabils, með Genoa í efstu deild Ítalíu, hafa vakið upp áhuga af kröftum hans hjá nokkrum af stærstu liðum landsins, meðal annars ríkjandi Ítalíumeisturum Napoli. Þá ku einnig vera áhugi frá fótboltaliðum á Spáni. 3.10.2023 09:00
Viktor Bjarki yfirgefur KR og ráðinn yfirþjálfari hjá Víkingum Viktor Bjarki Arnarsson hefur verið ráðinn í starf yfirþjálfara yngri flokka hjá knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur og kemur hann til félagsins frá KR þar sem að hann gegndi sömu stöðu. 3.10.2023 08:54
Zlatan gagnrýnir nálgun Ten Hag hjá Manchester United Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáir sig um stöðu síns fyrrum félags í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan og ræðir þar ansi ítarlega stöðu hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag. 3.10.2023 08:00
Ratcliffe íhugar aðra nálgun við kaup á Manchester United Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, íhugar nú að leggja fram tilboð í kaup á minnihluta í enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United til þess að reyna losa um hnút sem virðist hafa myndast í söluferli félagsins. 3.10.2023 07:32
Vilhjálmur bað HK-inga afsökunar: „Gefur okkur bara svo rosalega lítið“ Fótboltadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson bað HK-inga afsökunar á ákvörðun sem hann tók í leik liðsins gegn Fram í Bestu deildinni á dögunun. Afsökunarbeiðnin kom skömmu fyrir leik HK í gær sem Vilhjálmur dæmdi. Þjálfari HK telur hann hafa gert önnur afdrifarík mistök í þeim leik. 2.10.2023 20:30
Samúel klökkur eftir afrek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“ Samúel Samúelsson, prímusmótorinn á bak við knattspyrnudeild Vestra, var hrærður í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt framlag. 2.10.2023 14:01
Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United á morgun Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United fyrir komandi leik liðsins gegn tyrkneska liðinu Galatasaray í Meistaradeild Evrópu síðar á morgun. 2.10.2023 11:45