Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm­tán mánaða fangelsi fyrir kanna­bis­ræktun á Akur­eyri

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms.

„Þegar ég hætti þá ætla ég bara að hætta“

„Þú verður að hafa ástríðuna og viljann og langa til þess að gera þetta til þess að starfa í þessu. Þetta er ekki þægileg innivinna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en hann kveðst svo sannarlega ekki vera hættur í stjórnmálum þrátt fyrir að hafa tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í byrjun mánaðarins.

Há­tíðar­stemning við tendrun Óslóar­trésins

Ljósin á Óslóartrénu voru tendruð á Austurvelli síðdegis í dag, á þessum fyrsta sunnudegi aðventu. Líf og fjör var í miðborginni og borgarbúar sungu jólalög á meðan ljósin voru tendruð.

Ó­var­kárt orða­lag um af­brot ýtir undir for­dóma

„Þetta snýst fyrst og fremst um orðanotkun. Ég held að það væri farsælla fyrir alla að sleppa því að nota þetta og hugsa um þetta á annan hátt,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur en hún telur óvarkárt orðalag um afbrot ala á fordómum.

Af­sláttar­dagar færa til jóla­verslun

Miklir afsláttardagar standa nú yfir í verslunum að erlendri fyrirmynd. Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir landsmenn duglega að nýta sér afslættina, sem séu kærkomnir svona rétt fyrir jól.

Jón Svan­berg Hjartar­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri Neyðar­línunnar

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. og mun hann hefja störf 1. janúar 2023. Jón stundaði nám við Lögregluskólann 1993 - 1996 og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Auk þess hefur Jón lokið stjórnunarnámi við Lögregluskólann og Endurmenntun HÍ ásamt námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ.

Semja um mót­töku allt að 100 flótta­manna

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023.

Sjá meira