Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nepalskrar flugvélar saknað með 22 innan­borðs

Lítillar farþegaflugvélar á vegum nepalska flugfélagsins Tara Airlines er saknað en 22 eru um borð í vélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir. Flugvélin hvarf klukkan 9:55 að staðartíma í morgun.

George Shapiro látinn

George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri.

Hiti fer yfir tuttugu stig

Bjart veður verður víða um land í dag og á morgun og fer hiti yfir tuttugu stig syðra þegar best lætur. Spáð er norðlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu og víða bjartviðri, en skýjað með köflum vestast og sums staðar þokuloft við ströndina með kvöldinu.

„Fjandinn laus þessa nóttina“

„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina.

Slökktu eld á raf­hlaupa­hjóla­leigu í Skútu­vogi

Eldur kviknaði á rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði í Skútuvogi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Talin var hætta á ferðum og allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á svæðið.

Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferða­lag

Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt.

Finna til mikillar ábyrgðar

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni.

34 milljónum króna ríkari

Fyrsti vinningur í Lottó gekk út í kvöld og vann einn heppinn miðahafi um 34,1 milljónir króna. Miðinn var keyptur á vef Lottós.

Sjá meira