Fréttamaður

Elísabet Hanna

Nýjustu greinar eftir höfund

Stökkið: „Það sakar aldrei að sækja bara um“

Ásthildur Helga Jónsdóttir stundar bachelor nám í klassískum kontrabassaleik við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Hún kláraði framhaldspróf í kontrabassaleik frá MÍT áður en hún flutti úr landi fyrir rúmu ári síðan. 

Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París

Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi.

Trevor Noah hættir eftir sjö ár á skjánum

Þáttastjórnandinn Trevor Noah ætlar að hætta sem stjórnandi þáttarins The Daily Show á Comedy Central. Trevor hefur séð um þættina í sjö ár. Hann segist fyrst og fremst finna fyrir þakklæti þegar hann horfir yfir farinn veg. 

Orrifinn hannar bleiku slaufuna í ár

Söfnunarátakið Bleika slaufan er farið af stað en í ár var slaufan hönnuð af þeim Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum. Bleika slauf­an er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins, til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­mein­um hjá kon­um.

Khloé hafnaði bónorði Tristans

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum.

Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað

Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 

Emily in Paris snýr aftur í desember

Tökum er lokið á þriðju seríunni af Emily in Paris og snýr þátturinn aftur á Netflix þann 21. desember. Leikkonan Lily Collins, sem leikur Emily, deildi myndum af tökustað og fögrum orðum um lífsreynsluna á Instagram miðli sínum í gær.

Ás­laug Magnús­dóttir gerð að góð­gerðar­sendi­herra tísku

Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir var gerð að góðgerðarsendiherra tísku hjá samtökunum Fashion 4 Development. Vistvæna tískuvörumerkið Katla, sem hún stofnaði, hlaut einnig verðlaun fyrir störf sín í þágu umhverfismála en hún er forstjóri fyrirtækisins.

Sjá meira