Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hopp leitar eftir fjár­mögnun til að stækka úr 50 mörkuðum í 500

Hopp stefnir á að afla átta milljóna Bandaríkjadala í fjármögnun, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Fundir með fjárfestum munu hefjast eftir um mánuð. Nýta á fjármunina til að stækka fyrirtækið sem nú starfar á um það bil 50 mörkuðum og á að sækja fram á 500 markaði. Fjármögnuninni verður því að mestu varið í sölu- og markaðsstarf en einnig í vöruþróun, að sögn framkvæmdastjóra Hopps.

Tekj­ur móð­ur­fé­lags Heim­kaup­a dróg­ust sam­an um fjórðung

Tekjur Wedo, móðurfélags Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, drógust saman um 26 prósent á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2022. Minni sölu má rekja til þess að neytendur keyptu í auknum mæli í hefðbundum verslunum eftir faraldurinn, segir stjórn félagsins.

Enn þarf að bíða eftir að vaxtahækkanir hemji útlánavöxt bankanna

Áfram er mikill þróttur í útlánum banka þrátt fyrir brattar stýrivaxtahækkanir að undanförnu. Hagfræðingur bendir á að tíminn frá því að ákveðið sé að fara af stað í fjárfestingarverkefni og þar til banki láni til þeirra geti verið nokkuð langur. Þess vegna þurfi að bíða aðeins lengur til að sjá hver áhrifin verði af nýlegum vaxtahækkunum.

Orku­ris­inn Equ­in­or leið­ir fjög­urr­a millj­arð­a fjár­fest­ing­u í CRI

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið við 30 milljóna Bandaríkjadala fjármögnunarlotu, jafnvirði ríflega fjögurra milljarða króna. Equinor Ventures leiðir fjármögnunina en fyrirtækið er verðmetið á um tuttugu milljarða í viðskiptunum. Á meðal annarra fjárfesta sem leggja til fé í fjármögnuninni má nefna lífeyrissjóðinn Gildi, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Sjóvá. 

Sala á Norð­ur­böð­um bjarg­a ÍV frá um­tals­verð­u tapi

Hefði Íslensk verðbréf ekki selt hlut sinn í Norðurböðum hefði félagið tapað 109 milljónum króna í fyrra. Salan gerði það að verkum að hagnaður ársins var 16 milljónir króna fyrir skatta. Eignir í stýringu félagsins, sem námu 104 milljörðum í árslok, drógust saman um tíu prósent við erfiðar markaðaðstæður en afkoma samstæðunnar var langt undir væntingum.

Sjá meira