Hætta á skammsýni þegar öllu fjármagni framtakssjóða er stýrt frá Reykjavík Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu minna en samanlagt tveggja prósenta hlut þegar yfir 170 milljarða yfirtökutilboð var gert í Kerecis fyrir um viku, hafa útvistað slíkum fjárfestingum að mestu til framtaks- og vísissjóða, segir framkvæmdastjóri Birtu. Í ítarlegu viðtali við Innherja ræðir hann meðal annars hvað skýri einkum fjarveru sjóðanna í hluthafahópi Kerecis og nefnir að þótt það hefði verið ánægjulegt að sjá Kerecis skráð á markaðinn hér heima þá þurfi líka að „fagna því“ að erlent fjármagn leiti til landsins í svo stórar beinar fjárfestingar. 14.7.2023 10:26
Hagnaður Arion banka ætti að tvöfaldast á grunni sterkra vaxtatekna Væntingar eru um að afkoma stóru viðskiptabankanna í Kauphöllinni verði umfram arðsemismarkmið þeirra á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir að erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum hafi enn neikvæð áhrif á fjármunartekjurnar. Þar munar mestu um kröftugan vöxt í vaxtatekjum, stærsti tekjupóstur Arion banka og Íslandsbanka, en útlit er fyrir að hagnaður Arion af reglulegri starfsemi muni meira en tvöfaldast frá fyrra ári, samkvæmt spám hlutabréfagreinenda. 13.7.2023 13:19
Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13.7.2023 07:44
Krónan styrkist samhliða því að hægt hefur á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Heldur hefur hægt á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða á fyrstu mánuðum ársins eftir verulegt umfang þeirra á seinni árshelmingi 2022. Miklar verðhækkanir á erlendum eignamörkuðum hefur vegið á móti gengisstyrkingu krónunnar og því hefur hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna aukist nokkuð frá áramótum. 12.7.2023 09:14
Sæbýli klárar 400 milljóna útboð og áformar frekari vöxt Fyrirtækið Sæbýli, sem ræktar sæeyru á Suðurnesjum, hefur sótt sér 400 milljónir króna eftir að hafa lokið við hlutafjárútboð sem var beint að innlendum fjárfestum. Stjórnarformaður Sæbýlis, sem er að stórum hluta í eigu Eyris, segir að næsta skref verði að færa félagið frá því að vera í frumkvöðlastarfsemi yfir í að vera „mjög arðsöm eining“ í matvælaframleiðslu. 12.7.2023 07:05
Hluthafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið. 11.7.2023 08:24
Lífsverk seldi í Kerecis rétt fyrir risasölu upp á 180 milljarða Lífeyrissjóður Verkfræðinga, sem forstjóri og stofnandi Kerecis gagnrýnir harðlega fyrir að hafa sett sig ítrekað upp á móti kaupréttaráætlun félagsins, losaði um hlut sinn skömmu áður en fyrirtækið var selt til alþjóðlegs heilbrigðisrisa í lok síðustu viku fyrir nærri 180 milljarða. Tveir aðrir lífeyrissjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahópinn í fyrra, tvöfölduðu fjárfestingu sína í Kerecis á innan við einu ári. 10.7.2023 12:10
Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7.7.2023 10:48
Stærsti hluthafi Eikar tekur jákvætt í viðræður um samruna við Reiti Stjórnendur Brimgarða, sem er stærsti hluthafinn í Eik og leggst gegn yfirtökutilboði Regins, fullyrða að ekkert sé því til stuðnings að fjármögnunarkjör stærra fasteignafélags muni batna, heldur gætu kjörin þvert á móti versnað þar sem heimildir stærri fjárfesta til áhættutöku gagnvart einstaka útgefendum er takmörkuð. 4.7.2023 08:29
Fjárfestingafélag Samherja kaupir yfir fimm prósenta hlut í BankNordik Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu íslenska sjávarútvegsrisans Samherja, hefur eignast rúmlega fimm prósenta hlut í færeyska bankanum BankNordik. Kaupin koma á sama tíma og Samherji seldi allt hlutafé sitt í öðru færeysku félagi, útgerðarfyrirtækinu Framherja. 3.7.2023 12:38