Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7.8.2024 17:56
Fjögurra daga hraustur drengur hætti skyndilega að anda Elías Andri Óskarsson, íbúi á Sauðárkróki, segir margar tilviljanir hafa orðið til þess að ekki fór verr síðastliðinn sunnudag þegar fjögurra daga gamall sonur hans hætti skyndilega að anda. Um tíma var óttast að hann væri að deyja, en sem betur fer heilsast honum vel í dag. 7.8.2024 08:30
Walz sniðugur veiðimaður sem höfði til karla á miðjum aldri Það á eftir að koma í ljós hvort Tim Walz, ríkisstjóri Minnesotaríkis og varaforsetaefni Kamölu Harris forsetaframbjóðanda Demókrata í Bandaríkjunum sé betra val en Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníuríkis, en þeir tveir höfðu komið helst til greina. 6.8.2024 23:42
Frá Bjarna Benediktssyni til Bestseller Nanna Kristín Tryggvadóttir ráðinn framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi sem rekur meðal annars Jack & Jones, Vero Moda, Selected, Vila og Name It. 6.8.2024 23:04
Þjórfé eins og lúsmý: „Við viljum ekkert fá þetta“ Sigmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá VR og Landssambandi verslunarmanna, segir verkalýðshreyfinguna á Íslandi vera alfarið á móti því að taka upp þjórfé. 6.8.2024 22:49
Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6.8.2024 18:42
Leit við Kerlingarfjöll og varaforsetaefni Kamölu Harris Í kvöldfréttunum verðum við í beinni útsendingu frá Kerlingarfjöllum, þar sem umfangsmikil leit hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi að tveimur erlendum feðramönnum, sem taldir eru sitja fastir í helli á svæðinu. 6.8.2024 18:00
Telja bílinn ekki á vegum ferðamannanna Bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum er ekki talinn vera á vegum ferðamannanna tveggja sem tilkynntu að þeir væru fastir í helli. 6.8.2024 17:36
Maður grunaður um tilefnislausa stunguárás í varðhaldi síðan í janúar Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur á hendur karlmanni á fimmtugsaldri sem er grunaður um tilraun til manndráps í janúar á þessu ári. Hann hefur verið ákærður fyrir að stinga annan mann af tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík. 6.8.2024 17:26
Handtekin nokkrum dögum eftir að hún sagði af sér Misty Roberts, sem sagði af sér sem Borgarstjóri DeRidder í Louisiana-ríki Bandaríkjanna á dögunum, hefur verið handtekin grunuð um að nauðga einstaklingi undir lögaldri. 2.8.2024 16:57