Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal

Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við óviðeigandi aðstöðu á lögreglustöðinni í þorpinu þar sem lögreglumenn þurfa að deila salerni og kaffiaðstöðu með öðrum. Þá eru ekki fangaklefar á stöðinni og ekki bílskúr fyrir lögreglubílana.

Kósí og sæt heimavist til að byrja með

Ný heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi verður tekin í gagnið á næstu dögum en ekki hefur verið starfandi heimavist við skólann síðustu ár. Mikil ánægja er með að samningar séu í höfn um nýju vistina.

Elsti Íslendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís

Það er fátt eða ekkert, sem stoppar elsta Íslendinginn, Dóru Ólafsdóttur, sem er hundrað og átta ára til að ganga til verka því hún skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ís rúnt í Hveragerði með syni sínum þar sem hún notaði tækifærið í leiðinni til að safna birkifræjum.

Mætir í vinnuna í skógræktinni af gömlum vana

Böðvar Guðmundsson, sem býr á Selfossi hefur nýlega látið af starfi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Þrátt fyrir að hann sé hættur þá mætir hann áfram í vinnuna af gömlum vana.

Símaklefi í hlutverki bakarís í Stykkishólmi

Til að koma í veg fyrir matarsóun í Stykkishólmi setur bakaríið Nesbrauð alla afganga dagsins í gamlan símaklefa við hlið bakarísins þar sem fólk getur verslað bakkelsi í honum eftir lokun bakaríssin. Mikil ánægja er með framtakið.

Heilsueflandi samfélög í uppsveitum Árnessýslu

Sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú öll orðin heilsueflandi samfélög eftir forsvarsmenn  Grímsnes og Grafningshrepps og Skeiða og Gnúpverjahrepps skrifuðu undir samning þess efnis í vikunni.

Sjá meira