Bylting í íslenskri kornrækt með nýju reitiborði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 20:01 Birkir Arnar Tómasson, kornbóndi á Móheiðarhvoli við nýja reitiborðið, sem lofar mjög góðu en hann ásamt tveimur öðrum bændum keyptu vélina nýlega og fluttu hana inn til landsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira