Kósí og sæt heimavist til að byrja með Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2020 12:15 Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem brosir breitt þessa dagana enda búið að landa samningi um nýja heimavist við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því ákveðið hefur verið að opna heimavist við skólann á ný en engin heimavist hefur verið þar síðustu ár. Um 820 nemendur eru í skólanum sem koma alls staðar af á Suðurlandi.. „Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra brunaði austur fyrir fjall í vikunni þar sem hún skrifaði undir samning um nýju heimavistina með forsvarsmönnum starfshóps Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um heimavistina og skólameistara skólans. Heimavist var alltaf rekin á vegum skólans en síðustu árin hefur skólinn verið án heimavistar, sem hefur valdið miklum óþægindum hjá þeim nemendum, sem koma lengst að í skólann og hafa ekki getað nýtt sér almenningssamgöngur til að komast í skólann. Kósí og sætt til að byrja með „Þetta er heimavist, sem er í gamla sjúkrahúsinu við Austurveg á Selfossi, sem var svo dubbað upp í farfuglaheimili fyrir tíu árum síðan eða gistiheimili. Þetta verður bara rosalega kósí, sæt lítil heimavist til að byrja með. Við verðum bara með 10 herbergi fram að áramótum en svo bætum við 5 herbergjum við. Það er eigandi þessa húsnæði, sem mun sjá um gæslu og annast daglegan rekstur, þrif og annað,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Olga Lísa segir mikinn létti að heimavist, sé að koma í gagnið á ný við skólann. „Já, við erum búin að vera að reyna að redda nemendum með öðrum hætti undanfarin ár en nú er þetta komið í höfn og við væntum þess að getað stækkað og fengið fleiri herbergi þegar fram líða stundir þegar þörfin verður betur komin í ljós, sem við erum að tala um.“ Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Einar Freyr Elínarson, formaður starfshóps SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga), Valdimar Árnasonar, framkvæmdastjóri Selfoss Hostel, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.Aðsent Olga Lísa er ánægð með að menntamálaráðherra hafi gefið sér tíma til að koma á Selfoss. „Já, loksins, við erum búin að reyna töluvert en hún kom og var með okkur í undirrituninni. Svo fór hún með mér niður í skóla og við sýndum henni nýja verknámshúsið og sögðum henni frá starfsemi skólans, það var virkilega gaman að fá hana í heimsókn,“ segir Olga Lísa. Árborg Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Sjá meira
Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því ákveðið hefur verið að opna heimavist við skólann á ný en engin heimavist hefur verið þar síðustu ár. Um 820 nemendur eru í skólanum sem koma alls staðar af á Suðurlandi.. „Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra brunaði austur fyrir fjall í vikunni þar sem hún skrifaði undir samning um nýju heimavistina með forsvarsmönnum starfshóps Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um heimavistina og skólameistara skólans. Heimavist var alltaf rekin á vegum skólans en síðustu árin hefur skólinn verið án heimavistar, sem hefur valdið miklum óþægindum hjá þeim nemendum, sem koma lengst að í skólann og hafa ekki getað nýtt sér almenningssamgöngur til að komast í skólann. Kósí og sætt til að byrja með „Þetta er heimavist, sem er í gamla sjúkrahúsinu við Austurveg á Selfossi, sem var svo dubbað upp í farfuglaheimili fyrir tíu árum síðan eða gistiheimili. Þetta verður bara rosalega kósí, sæt lítil heimavist til að byrja með. Við verðum bara með 10 herbergi fram að áramótum en svo bætum við 5 herbergjum við. Það er eigandi þessa húsnæði, sem mun sjá um gæslu og annast daglegan rekstur, þrif og annað,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Olga Lísa segir mikinn létti að heimavist, sé að koma í gagnið á ný við skólann. „Já, við erum búin að vera að reyna að redda nemendum með öðrum hætti undanfarin ár en nú er þetta komið í höfn og við væntum þess að getað stækkað og fengið fleiri herbergi þegar fram líða stundir þegar þörfin verður betur komin í ljós, sem við erum að tala um.“ Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Einar Freyr Elínarson, formaður starfshóps SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga), Valdimar Árnasonar, framkvæmdastjóri Selfoss Hostel, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.Aðsent Olga Lísa er ánægð með að menntamálaráðherra hafi gefið sér tíma til að koma á Selfoss. „Já, loksins, við erum búin að reyna töluvert en hún kom og var með okkur í undirrituninni. Svo fór hún með mér niður í skóla og við sýndum henni nýja verknámshúsið og sögðum henni frá starfsemi skólans, það var virkilega gaman að fá hana í heimsókn,“ segir Olga Lísa.
Árborg Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Sjá meira