Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Yngst íslenskra lækna til að verða doktor í skurðlækningum

Þrátt fyrir að Selfyssingurinn Guðrún Nína Óskarsdóttir sé ekki nema 29 ára gömul og tveggja barna móðir þá er hún orðinn doktor í skurðlæknisfræði, yngst íslenskra lækna. Eiginmaður Guðrúnar Nínu er líka læknir, pabbi hennar er læknir og tvær systur hennar eru læknar og bróðir hennar er með meistarapróf í lyfjafræði.

Tæplega áttræð kona á Selfossi gekk þrastarunga í móðurstað

Sigrún Gunnlaugsdóttir, eða Rúna eins og hún er alltaf kölluð, býr við Suðurengi 1 á Selfossi. Hún fann ungann nýlega en hann hafði dottið úr hreiðri í trénu. Rúna fór strax að hlúa að unganum, fór með hann inn til sín og nú eru þau bestu vinir.

Einstakt samband barns og lambs

Einstakt samband hefur myndast á milli lambsins og fjögurra mánaða stúlku á bænum. Lambið harðneitar að vera í fjárhúsinu með hinum lömbunum enda vill það helst sofa og hvíla sig hjá stelpunni inn í bæ.

Ótrúlega gæf og flott gæs

Hjónin segjast ekki vita nein deili á gæsinni, þeim dettur helst í hug að hún komi í Skotlandi og hafi verið undir mannahöndum þar enda engin villigæs svona gæf.

Sautján hvolpar undan minkalæðu

Sá óvenjulegi atburður gerðist á minkabúi undir Eyjafjöllum að læða gaut sautján hvolpum en yfirleitt eru læðurnar ekki með nema sex til átta hvolpa.

Sjá meira