„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2024 11:19 Ólíklegt er að eldhúsið í Húnaskóla verði nothæft á fimmtudag þegar leikskólastarf hefst á ný en það er samnýtt af leikskóla sem er í öðru húsi. Aðsend Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. „Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
„Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42