Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28.2.2022 15:28
Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. 28.2.2022 13:25
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25.2.2022 17:24
Rýma heimili á Tálknafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Fólk í nokkrum húsum í Tálknafirði og á Patreksfirði var fyrir hádegi beðið um að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu en hættustig er í gildi. 25.2.2022 11:39
„Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Þessi orð mælti faðir Oksönu Shabatura þegar hún bað hann um að leggja mat á ástandið og spá fyrir um framhaldið í Úkraínu. Þau eru til marks um þá óvissu og skelfingarástand sem almenningur í Úkraínu býr nú við. 24.2.2022 11:57
Fjölskyldur landsins í „hlekkjum afborgana“ Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að það sé meðvituð ákvörðun stjórnvalda að stýra ekki húsnæðismarkaðnum og láta frumskógarlögmálið ráða för. 23.2.2022 14:30
Stefnir í að skerða þurfi valþjónustu enn frekar Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri segir að með þessu áframhaldi sé útlit fyrir að skerða þurfi valþjónustu enn frekar. 21.2.2022 13:18
„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18.2.2022 14:43
Fagna niðurstöðum starfshóps rektors Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrætti Háskóla Íslands, vill koma því á framfæri að hún taki niðurstöðu starfshóps rektors Háskóla Íslands fagnandi. Niðurstöðurnar eru á þá leið að HHÍ beri að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa, t.d. með innleiðingu spilakorts. 17.2.2022 17:33
„Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“ Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú. 17.2.2022 15:26