Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16.4.2021 08:37
Viðbragðsaðilar gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að viðbragðsaðilar muni vakta svæðið og gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun ekki að vettugi. Sem stendur er mannlaust á gosslóðum. 15.4.2021 12:29
Hádegisfréttir Bylgjunnar í beinni útsendingu Í hádegisfréttum verður fjallað um kórónuveirufaraldurinn innanlands en nú liggja tveir á spítala vegna veirunnar. Annar er á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél. 15.4.2021 11:54
Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15.4.2021 07:33
Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14.4.2021 16:46
Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu. 13.4.2021 15:18
Væri hægt að manna stöður með landvörðum og fólki á vegum atvinnuátaks stjórnvalda Frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum, föstudagskvöldið 19. mars, hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum staðið vaktina á gosslóðum og verið göngufólki innan handar; vaktað, leiðbeint og í sumum tilfellum, bjargað. 12.4.2021 13:49
Ekki hægt að bjóða upp á útivist strax án þess að ógna öryggi gesta Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, óttast að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu foknar út í veður og vind með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra birti síðdegis í gær. Hann býst við umtalsvert fleiri gestum vegna strangari skilyrða fyrir heimasóttkví. 9.4.2021 12:52
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins óttast að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu foknar út í veður og vind með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra birti síðdegis í gær. 9.4.2021 11:54
Hreindýrahjarðir á ferli við vegi á Austurlandi Vegagerðin varar ökumenn við því að hreindýrahjarðir hafi sést víða við vegi á Austurlandi. Ábendingar hafa borist um að þær hafi sést í Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, Við Djúpavog og í Lóni. Þá hafa þær einnig sést á Breiðamerkursandi. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát. Vegagerðin vekur athygli á að vetrarfærð sé í öllum landshlutum. 9.4.2021 06:51