Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Halli blandar sér í Fjöl­skyldu­hjálpar­málið

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Tveir fundust látnir í Bergen

Morðrannsókn er hafin hjá lögreglunni í Bergen eftir að tveir fundust látnir í úthverfinu Ytre Sandviken norður af Bergen.

Tók við fúkyrðum frá brjáluðum manni með keðjusög

Björgunarsveitarmanninum Tómasi Loga Hallgrímssyni óraði ekki fyrir hvernig næstu sólarhringar yrðu þegar hann var kallaður út á laugardagsmorgun. Tvö þúsund aðstoðarbeiðnir, lokanir, fúkyrði frá manni með keðjusög og ákeyrsla tóku við en hann er loksins kominn heim. 

Vél Icelandair snúið við vegna tæknibilunar

Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Keflavík til Denver, var snúið við í kvöld vegna tæknibilunar. Unnið er að því að útvega 158 farþegum Icelandair hótelherbergi.

Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi

Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands.

Tíu þúsund án rafmagns eftir jarðskjalfta upp á 6,4

Jarðskjálfti að stærð 6,4 reið yfir í norður Kaliforníu, á svæði í kringum borgina Eureka, í dag. Um 10 þúsund manns eru án rafmagns og að minnsta kosti tveir eru slasaðir. Skemmdir urðu einnig á vegum á svæðinu. 

Óveðursverkefnum formlega lokið

Óveðursverkefnum Björgunarsveita er formlega lokið. Eftir því sem leið á daginn fækkaði verkefnum og nú er hiti um frostmark á höfuðborgarsvæði sem minnkar skafrenning.

„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 

Sjá meira