Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum

Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 

Kári hvetur til byltingar sjómanna

Sjómenn verða að krefjast aðgangs að gögnum um íslenskan sjávarútveg og taka þátt í endurreisn hans. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar í ræðu sinni á sjómannadaginn í dag. Dapurlegt sé að sjómannastéttin hafi glatað þeim stað sem hún ætti að hafa í hjarta þjóðarinnar. 

Foreldrar fegnir að leikskóli í Grindavík gleymdist

Forsvarsmenn BSRB gleymdu að nefna leikskólann Laut í Grindavík á lista yfir starfsstaði þar sem verkfall er boðað á morgun. Foreldrar eru fegnir en leikskólastjórinn segir um mannleg mistök að ræða. 

Foreldrar skulu gera ráðstafanir

Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 

Nadine og Snorri eignuðust son

Sonur Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play og Snorra Mássonar fjölmiðlamanns er kominn í heiminn.

Hryllingssögur berast af lestarslysinu

„Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust.

Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum

Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 

Móðir þungt hugsi eftir að sonur varð vitni að látunum

Mikill hiti var í toppslag Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Slagsmál hófust við lok leiks, rautt spjald fór á loft og þjálfarar voru harðorðir í viðtölum. Þá skarst í odda milli stuðningsmanna liðanna. Móðir átta ára drengs veltir fyrir sér hvort slíkur fótboltaleikur sé æskilegur fyrir drenginn til að mæta á.

Sjá meira