Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heimtaði að allir í bænum töluðu ís­lensku

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní á mánudaginn næstkomandi verður þétt dagskrá um allt land og þar á meðal í Ísafjarðarbæ. Á Hrafnseyri, fæðingarstað sjálfs Jóns forseta, verður íbúum af erlendum uppruna boðið upp á leiðsögn og fræðslu um íslenska lýðveldið, Jón Sigurðsson, Hrafnseyri og fornminjar á einfaldri íslensku.

Ís­land orðið „pínkulítið lé­legra og leiðin­legra“

Stefán Pálsson segir algjörlega ömurlegt að heyra að Hafnarfjarðarbær „slátri Hamrinum með pennastriki.“ Greint var frá því á dögunum að Hafnarfjarðarbær hygðist binda enda á starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp.

Allt að tuttugu gráðu hiti sunnan heiða á morgun

Hitinn gæti náð allt að átján stigum í dag og spáð er bjartviðri um mest allt land. Vindáttin verður breytileg og vindhraði milli þriggja og tíu metra á sekúndu. Hlýjast verður inn til landsins.

Níu manns sagt upp hjá Veitum

Níu starfsmönnum Veitna var sagt upp um mánaðamótin. Rún Ingvarsdóttir samskiptastýra Veitna segir uppsagnirnar vera vegna skipulagsbreyinga sem tilkynnt var um 29. maí síðastliðinn.

Mikil­vægt að ó­menningu sé ekki sýnt um­burðar­lyndi

Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra varðandi heiðurstengt ofbeldi og umfang þess á Íslandi. Hún segir tilefnið vera ljótt mál um ofbeldi innan palestínskrar fjölskyldu á Suðurnesjum sem virðist vera heiðurstengt.

Enginn vinnings­hafi gefið sig fram í happ­drætti Ástþórs

Ástþór Magnússon segist ekkert vita um hvort einhver hafi hreppt stærsta vinninginn í happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs. Vinningurinn var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3 en ásamt honum var fjöldinn allur af smærri vinningum.

Lokað í Bláa lóninu vegna gasmengunar

Lokað verður í Bláa lóninu til hádegis í það minnsta í dag vegna slæmra loftgæða. Í nótt var suðaustanátt og gasmengun úr eldgosinu í Sundhnúkagígum blés til norðvesturs yfir Reykjanesbæ og Bláa lónið.

Blíð­viðri á Norður­landi í dag

Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina.

Sjá meira