Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bleika fjöðrin snýr aftur

Bleika fjöðrin snýr aftur í kvöld. Það er lið þeirra Óla Jóels og Tryggva í Ultimate Team í FIFA. 

Bandaríkjamenn sagðir íhuga að senda sína skriðdreka

Ráðamenn í Bandaríkjunum er sagðir líklegir til að senda Úkraínumönnum M1 Abrams skriðdreka á næstunni. Slíkar sendingar gætu verið tilkynntar strax í næstu viku en með þeim myndu Þjóðverjar einnig samþykkja að senda eigin skriðdreka og leyfa öðrum ríkjum að senda þýska skriðdreka.

Kjarni jarðarinnar sagður snúast hægar

Jarðvísindamenn hafa fundið vísbendingar um að hægt hafi á snúningi kjarna jarðarinnar. Óljóst er hvaða áhrif það getur haft á líf okkar hér á yfirborðinu en mögulegt er að hægagangurinn gæti leitt til breytinga á lengd dagsins eða breytt rafsegulsviði jarðarinnar.

Leita að öðrum manni á sama fjalli

Björgunarsveitir í Kaliforníu eru byrjaðar að leita að öðrum göngumanni sem týndist á sama fjalli og breski leikarinn Julian Sands týndist á. Sands hefur verið týndur í ellefu daga og nú er 75 ára gamall maður sem heitir Jin Chung einnig týndur. Hann sást síðast á sunnudaginn.

Dyrunum að Azeroth lokað á nefið á sorgmæddum Kínverjum

Milljónir kínverskra leikjaspilara hafa misst aðgang að hinum gífurlega vinsæla leik World of Warcraft og öðrum leikjum Activision Blizzard. Slökkt var á vefþjónum fyrirtækisins í Kína á miðnætti eftir að þeir höfðu verið starfræktir í tvo áratugi.

Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga

Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins.

Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka

Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar.

GameTíví: Vaða í ránið stóra

Eftir erfiðan og brösulegan undirbúning í síðustu viku er nú komið að því að framkvæma eitt stærsta rán Grand Theft Auto. Groundhog day gengi GameTíví lætur til skara skríða en forvitnilegt verður að sjá hvernig gengur.

Byrjað að opna vegi aftur

Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum.

Sjá meira