Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi

Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu.

Telja Trump enn vera með opinber gögn

Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma.

Marín og Móna berjast fyrir lífinu

Marín í Gameverunni fær til sín góðan gest í kvöld til að spila erfiða og taugastrekkjandi leiki. Sá gestur er hún Móna úr Queens.

Vill gefa Reykjavík risaeðlu

Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann.

Netflix og HBO vildu líka gera þætti úr söguheimi Tolkiens

Forsvarsmenn Netflix og HBO leituðu til þeirra sem fara með stjórn bús Tolkien-fjölskyldunnar og kynntu hugmyndir þeirra um sjónvarpsþætti úr söguheimi JRR Tolkien. Þeim tillögum var hafnað áður en Amazon fékk leyfi til að gera þættina Rings of Power.

Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða

Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands.

Flugu herþotum að Suður-Kóreu

Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu.

Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt

Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl.

Ian líklega mannskæðasti fellibylur Flórída frá 1935

Fellibylurinn Ian er líklega sá mannskæðasti sem gengið hefur yfir Flórída frá árinu 1935. Fjöldi dauðsfalla er enn á reiki og tala miðlar vestanhafs um að allt að 120 dauðsföll vegna fellibylsins hafi verið staðfest. Enn er verið að leita í rústum húsa.

Skógarferð hjá Babe Patrol

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að fara í taugastrekkandi skógarferð í kvöld. Þær munu spila leikinn The Forest sem snýst um að lifa af á dularfullri eyju sem í fyrstu virðist óbyggð.

Sjá meira