Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dóms­mála

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum.

Minnis­varðar um Navalní fjar­lægðir og hundrað hand­teknir

Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á.

Dýrasta fast­eign Banda­ríkjanna til sölu

Dýrasta fasteign sögunnar í Bandaríkjunum er nú til sölu. Hægt er að öðlast stærðarinnar hús við ströndina í Naples í Flórída fyrir einungis þrjú hundruð milljónir dala, tæpar.

Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til á­byrgðar

Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn.

Úkraínu­menn að hörfa frá Avdívka

Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum.

Navalní sagður hafa dáið í fangelsi

Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda.

Upp­ljóstrari FBI á­kærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden

Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta.

Helldivers 2: Geim­verur drepnar í nafni vel­megunar

Helldivers 2 er þrususkemmtilegur fjölspilunarleikur sem einkennist af óreiðu og húmor. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins og hefur velgengni leiksins komið framleiðendum hans á óvart.

„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“.

Sjá meira