Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja gelda af­kom­endur flóðhesta Escobars

Yfirvöld í Kólumbíu eru byrjuð að gelda flóðhesta, sem eru afkomendur dýra sem fíkniefnabarónninn Pablo Escobar flutti til landsins á árum áður. Vonast er til þess að hægt verði að gelda um fjörutíu flóðhesta á ári.

Þing­maður reyndi að slást við nefndargest

Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta.

Íranskir her­menn féllu lík­lega í á­rásum Banda­ríkja­manna

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar.

WHO greiddi hundrað konum 35 þúsund krónur vegna of­beldis

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) greiddi 104 kongóskum konum, sem segja starfsmenn stofnunarinnar og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar hafa misnotað þær þegar ebólufaraldur geisaði þar í landi, hverri 250 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur 

GameTíví: Gunni og Steindi spila MW3

Strákarnir í GameTíví fá til sín góða gesti í kvöld. Það eru þeir Gunnar Nelson og Steindi, eða Steinþór Hróar Steinþórsson, sem munu spila nýjasta Call of Duty leikinn.

Þúsundir flýja um­kringd sjúkra­hús

Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar.

Ingvar E. í nýrri stór­mynd Netflix

Netflix birti um helgina stiklu fyrri hluta tvíleiksins Rebel Moon. Myndin, sem ber titilinn Rebel Moon - Part One: A Child of Fire, er úr smiðju leikstjórans Zach Snyder en hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar 300 og Man of Steel.

Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýr­landi

Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir.

Sjá meira