Fréttamaður

Sigurður Orri Kristjánsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Dagskráin í dag: Pepsi Max og golf

Það verður nóg um að vera á Stöð 2 Sport í dag. Hæst ber að nefna Pepsi Max deild karla en þá verður einnig talsvert af golfi í boði. 

Wyndham meistaramótið: Henley leiðir enn

Russell Henley er í forystunni á Wyndham meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi eftir þrjá hringi. Henley hefur leitt mótið svo gott sem frá upphafi en hann hefur leikið frábært golf alla þrjá dagana hingað til. 

PSG sigraði Strasbourg á heimavelli

Paris Saint Germain sigraði í kvöld lið Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni. Parísarliðið var án Neymar og einnig án nýjasta liðsmannsins, Lionel Messi. Lokatölur leiksins 4-2 í leik sem hefði aldrei átt að verða eins jafn og hann varð.

Richotti til Njarðvíkur

Körfuknattleiksliði Njarðvíkur hefur aldeilis borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta. Nicolas Richotti kemur frá Palencia í næst efstu deild Spánar en hann lék í áratug fyrir Tenerife í efstu deild þar í landi. Þetta kemur fram á vefnum www.karfan.is.

Haaland sökkti Eintracht Frankfurt

Borussia Dortmund fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í dag í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Erling Braut-Haaland stal að venju senunni með frábærum leik.

Jafntefli í íslendingaslag AIK og Kristianstad

Það var sannkallaður íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar að AIK fékk Elísabetu Gunnarsdóttir og Kristianstad í heimsókn. Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði AIK og bar þar að auki fyrirliðabandið. Hjá Kristianstad voru bæði Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir í byrjunarliðinu.

Sjá meira