Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2024 11:52 Bolli Kristinsson vill að stofnað verði viðbótarframboð við framboð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira