Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Komin heim þremur dögum á eftir á­ætlun

Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. 

Rúta brann í Kömbunum

Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.

Í­búar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verð­lagi Kjör­búðarinnar

Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki.

Vinnu­fata­búðinni lokað eftir 83 ára rekstur

Vinnufatabúðinni á Laugavegi verður skellt í lás í hinsta sinn þann 31. ágúst næstkomandi. Verslunin hefur verið starfrækt frá árinu 1940 og í eigu sömu fjölskyldu frá opnun hennar.

Júlí­mánuður sá stærsti í sögu Play

Nýtt met var slegið í sögu flugfélagsins Play í júlí. Sætanýting félagsins í mánuðinum nam 91 prósenti og voru farþegar nær 192 þúsund talsins. Þar af leiðandi er júlí stærsti mánuður flugfélagsins frá upphafi. 

Kramdist undir osti í tonna­vís og lést

Ítalskur maður lét lífið á sunnudag eftir að hafa lent undir fjalli af fjörutíu kílóa þungum hjólum af grana padano osti þegar hilla í vöruhúsi í bænum Romano di Lombardia gaf eftir.

Síma­notkun í skólum stórt vanda­mál

Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Ítalir eru ekki einir um að beita sér svona og hefur hvalrekaskattur komið til umræðu hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra kemur og ræðir möguleika á hvalrekaskatti hér á landi í kvöldfréttum á Stöð 2.

Sjá meira