Sigurjón Sighvatsson: „Við höfum siglt inn í öld ímyndunaraflsins“ „Ég laðast ekki að verkefnum eingöngu vegna þess að í þeim felast viðskiptatækifæri. Þau þurfa að vera skapandi. Sköpunargleði er það sem keyrir mig áfram,“ segir Sigurjón Sighvatsson, sem á að baki langan feril í kvikmyndagerð og fyrirtækjarekstri af ýmsum toga. 21.11.2021 10:00
Hagræðingaraðgerðir Regins báru ávöxt Hagræðingaraðgerðir innan Regins hafa borið árangur, að því er kemur fram í verðmati Jakobsson Capital á fasteignafélaginu. Rekstrarhagnaðarhlutfall Regins hækkaði úr 69,5 prósentum upp í 73,3 prósent milli ára en þetta er besta rekstrarhagnaðarhlutfall Regins síðan Jakobsson Capital hóf að gera verðmöt á félaginu árið 2016. 19.11.2021 10:39
Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 19.11.2021 07:01
Ríkið sýknað af milljarða kröfum vegna útboðs tollkvóta Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum heildverslunarinnar Ásbjörns Ólafssonar ehf., um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Hefði fyrirtækið haft betur hefði ríkið þurft að endurgreiða útboðsgjöld að upphæð yfir fjórir milljarðar króna sem innheimt hafa verið af innflutningsfyrirtækjum frá því árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda. 18.11.2021 15:27
Fjárfestar veðji á mikinn söluhagnað hjá Skeljungi Verðmatsgengi Skeljungs, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, hljóðar upp á 11 krónur á hlut en markaðsgengi smásölufélagsins er í dag 13,9 krónur, eða 26 prósentum hærra. Í verðmatinu er þó lögð áhersla á að verðmatsgengið segi aðeins hálfa söguna í ljósi þess að Skeljungur er í miklum breytingafasa. 18.11.2021 14:31
Hagvaxtarauki kemur fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir Hagvaxtarauki lífskjarasamninganna, sem kveður á um launahækkun vegna hagvaxtar þessa árs og tekur gildi frá maí á næsta ári, skýtur skökku við að mati, viðmælenda Innherja í veitinga- og smásölugeiranum. 18.11.2021 06:43
Ísland geti orðið fjármálamiðstöð norðurslóða Arion banki vinnur markvisst að því að auka umsvif sín á norðurslóðum og telja stjórnendur bankans að íslenska fjármálakerfið geti gegnt lykilhlutverki á svæðinu. „Ísland er í einstakri stöðu til að verða fjármálamiðstöð norðurslóða,“ sagði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, á markaðsdegi bankans sem var haldinn í morgun. 17.11.2021 17:50
Nýr hugsunarháttur hefur umbylt rekstri Arion banka „Skilaboðin okkar árið 2019 voru einföld,“ sagði Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóri Arion banka, á markaðsdegi bankans sem var haldinn í morgun. Ásgeir fór yfir árangurinn sem Arion banki hefur náð frá síðasta markaðsdegi bankans fyrir tveimur árum þegar stjórnendur kynntu nýja stefnu til að umbylta fyrirtækjalánabókinni. 17.11.2021 14:00
Ráðuneytisstjóri situr í stjórn Þjóðarsjóðs Ómanríkis Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, hefur setið í stjórn Þjóðarsjóðs Ómanríkis (OIA) í tæplega ár. Þetta kemur fram í hagsmunaskráningu Guðmundar á vef Stjórnarráðsins. 17.11.2021 08:31
Posabirgir stærstu færsluhirða landsins er í sigti bandarískra yfirvalda Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði húsleit á skrifstofu kínverska kortaposaframleiðandans PAX Global Technhology í lok október en það er einn helsti birgir stærstu færsluhirðanna á Íslandi; SaltPay og Valitor. 16.11.2021 13:01