Dóttir Kobe Bryant vill nálgunarbann á „byssuóðan“ eltihrelli Hin nítján ára gamla Natalia Bryant, dóttir körfuboltagoðsagnarinnar Kobe Bryant heitins, hefur óskað eftir nálgunarbanni á eltihrelli. Lögreglan í Los Angeles er komin í málið og segir vopnalagabrot vera á sakarferli mannsins. 22.11.2022 22:51
Klórslys í Grafarvogslaug Minni háttar klórslys varð í Grafarvogslaug skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Nokkrir voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar. 22.11.2022 21:09
Snarpur skjálfti í Mýrdalsjökli Skjálfti upp á 3,9 varð í Mýrdalsjökli klukkan 19:55 í kvöld. Að minnsta kosti tveir aðrir yfir þremur að stærð hafa mælst í kjölfarið. Skjálftarnir eru þeir stærstu sem mælst hafa síðan í júlí. 22.11.2022 20:36
Réðst á þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sparkað fótunum undan manninum með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og axlarbrotnaði. 22.11.2022 19:54
Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. 22.11.2022 18:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglan verður með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina. Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum eru litin alvarlegum augum. 22.11.2022 18:01
Þrjú og hálft ár fyrir að hafa þríhöfuðkúpubrotið vinnufélaga Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann sló tvo vinnufélaga sína með hamri í júní síðastliðnum og annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Ákæruvaldið fór fram á fimm ára fangelsi. 22.11.2022 17:37
Leysti ráðgátuna um sérkennilega nafnbreytingu Vöffluvagnsins Aðdáendum Vöffluvagnsins brá heldur betur í brún fyrr í dag. Nafni Facebook-síðu Vöffluvagnsins hafði skyndilega verið breytt í Halldor. Nafnbreytingin á sér eðlilegar skýringar. 6.11.2022 23:38
Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6.11.2022 23:30
„Afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri“ „Við viljum auðvitað bara sjá ráðdeild í rekstrinum. Og við höfum bent á að staðan eins og hún er í dag, þetta er auðvitað uppsafnaður vandi. Þetta er afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri og það er ekkert hægt að leysa það á einni nóttu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um rekstur Reykjavíkurborgar. 6.11.2022 22:46