Fréttir af flugi

Fréttamynd

Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast

Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast þegar flugvélin brotlenti á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Vélin brotlenti við endann á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akureyrar en keppni í götuspyrnu átti að hefjast þar klukkan tvö.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið

Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Wow air kaupir Iceland Express

Skúli Mogensen lagði enn meira fé inn í Wow air til að geta keypt Iceland Express. Kaupverðið ekki gefið upp. Pálmi Haraldsson sá ekki fram á annað en tap í "núverandi samkeppnisumhverfi“.

Viðskipti
Fréttamynd

Líkur á samruna flugfélaga

Jean-Cyril Spinetta, stjórnarformaður og forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France-KLM, greindi frá því í gær að flugfélagið ætti í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia. Viðræðurnar geta leitt til samruna flugfélaganna en slíkt hefur verið á borðinu í langan tíma, að hans sögn.

Viðskipti erlent