Tiger er meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Hann mætti ósofinn á Royal Troon golfvöllinn þar sem mótið fór fram.
Tiger fylgdist með fréttaflutningi af morðtilræðinu gegn Trump í flugi á leið til Skotlands og var verulega brugðið.
„Þetta var löng nótt. Þetta var það eina sem við horfðum á á leiðinni hingað. Ég svaf ekkert í fluginu og síðan mættum við bara út á völl,“ sagði Tiger.
Hann hefur ekki átt góðu gengi að fagna á risamótum ársins. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska og PGA og lenti í 60. sæti á Masters.
Opna breska meistaramótið hefst á morgun. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum þess á Stöð 2 Sport 4.