Kauphöllin

Fréttamynd

Á­hrifa­valdar og á­huga­fjár­festar

Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta.

Skoðun
Fréttamynd

Kaupa Esso-húsið á 1,2 milljarða króna

Félag hjónanna Birgis Bieltvedt fjárfestis og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, Eyja fjarfestingarfélag, hefur keypt fasteignina við Suðurlandsbraut 18, Esso-húsið svokallaða, af fasteignaþróunarfélaginu Festi. Kaupverðið er 1,2 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sextán milljarða króna hagnaður á krefjandi ári

Hagnaður Marel nam 102,6 milljónum evra eða um 16 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 6,8% frá árinu 2019. Alls námu tekjur félagsins 1.237,8 milljónum evra í fyrra eða um 191 milljarði króna og drógust þær saman um 3,6% í evrum talið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Össur hagnaðist um milljarð í fyrra

Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á sölu Össurar á heimsvísu og þá sérstaklega í upphafi. Fyrirtækið hagnaðist um um það bil milljarð króna á síðasta ári, sem samsvarar um einu prósenti af veltu, en salan hefur færst í eðlilegra horf á síðustu mánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Önnur lota Wall Street við netverja

Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ávallt best að halda drottninga­rfórnum í lág­marki

Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvika nú eini eigandi Netgíró

Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Musk tekur fram úr Bezos

Eignir frumkvöðulsins Elon Musk eru nú metnar á yfir 185 milljarða Bandaríkjadala og er hann því orðinn ríkasti maður heims. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hafði áður trónað á toppnum frá árinu 2017.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þátttaka almennings á markaði aldrei verið meiri

Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri Kauphallarinnar telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn með þriðjungs­hlut í Kea­hótelum eftir endur­skipu­lagningu

Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfesting sonarins þrefaldaðist

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjögur ráðin til Stefnis

Theodór Sölvi Blöndal, Vigdís Hauksdóttir, Þorsteinn Andri Haraldsson og Eiríkur Ársælsson hafa öll verið ráðin til starfa hjá sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni að undanförnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjartan kveður eftir tuttugu ára starf

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með næstkomandi áramótum. Að þeim tíma loknum mun Kjartan hverfa til annarra verkefna að því er segir í tilkynningu til Kauphallar. 

Viðskipti innlent