Þar segir að gert sé ráð fyrir að flugvélarnar verði afhentar á tímabilinu apríl til júní 2021 en leigutími vélanna er til tólf ára.
Icelandair hafði áður gert samning við BOC Aviation um sölu og endurleigu á einni Boeing 737 MAX 8 vél ásamt fjármögnun til vara á MAX 9 flugvélunum tveimur. Í tilkynningunni segir að nú sé ljóst að sú fjármögnun verði ekki nýtt.
„Hins vegar hefur áður verið tilkynnt um fjármögnun til vara í gegnum BOC Aviation, sem er enn til staðar, fyrir þær þrjár Boeing 737 MAX flugvélar sem áætlað er að verði afhentar í fjórða ársfjórðungi 2021 og fyrsta ársfjórðungi 2022,“ segir í tilkynningu Icelandair.