Kauphöllin

Fréttamynd

Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör

Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lagardére á Íslandi velti 3,8 milljörðum

Lagardére á Íslandi, sem rekur veitingastaði og sælkeraverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hagnaðist um 248 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 36 prósent frá fyrra ári þegar hann var um 182 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Copley í stjórn Steinhoff

Paul Copley, forstjóri Kaupþings, mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni en hann var í liðinni viku skipaður í stjórn Steinhoff, suðurafríska smásölurisans sem hefur riðað til falls á undanförnum mánuðum vegna bókhaldshneykslis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ágreiningur og viljastyrkur

Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar.

Skoðun
Fréttamynd

Arnarlax á leið í norsku kauphöllina

Arnarlax hefur tryggt sér tólf prósenta hlutafjáraukningu að virði 2,6 milljarðar íslenskra króna en hún hefur í för með sér að fyrirtækið verði skráð á hlutabréfamarkað í Noregi innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson stjórnarformaður segir mikil vaxtartækifæri fyrir hendi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selt tæplega helming bréfa sinna í Arion

Stoðir hafa minnkað við sig í Arion banka eftir að bankinn var skráður á markað í júní. Félagið á nú 0,37 prósenta hlut í bankanum. Snæból, í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hefur nær fjórfaldað hlut sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andstaða stjórnvalda stoppaði arðgreiðslu

Kaupþing og vogunarsjóðir hættu við að greiða Valitor út í arð vegna andstöðu við þau áform innan stjórnkerfisins og á meðal einstakra ráðherra. Slík ráðstöfun væri engu að síður líkleg til að skila ríkinu hærra stöðugleikaframlagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis

Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við lagatúlkanir Seðlabanka Íslands og nýjar starfsreglur bankaráðs. Fyrrverandi bankaráðsmenn telja að svigrúm bankaráðs til að sinna eftirlitshlutverki sínu hafi verið takmarkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigurhjörtur til Korta

Sigurhjörtur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, hefur verið ráðinn forstöðumaður fjárstýringar Kortaþjónustunnar. Hann lét af störfum hjá Mannviti síðasta haust eftir að hafa gegnt starfi fjármálastjóra og síðar forstjóra frá árinu 2012.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að slakað verði á innflæðishöftum Seðlabanka Íslands. Þau leiði til hærra vaxtastigs fyrir ríkissjóð og fyrirtæki. Framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA gagnrýnir tregðu stjórnenda bankans til þess að breyta útfærslu haftanna. Sérfræðingur í markaðsviðskiptum Kviku segir innflæðishöftin halda gengi krónunnar veikara en annars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja endurvekja viðræðurnar

Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors

Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Raunhæf persónuvernd

Innan tíðar munu ný persónuverndarlög taka gildi og leggjast með fullum þunga á fyrirtæki og atvinnulíf.

Skoðun