Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 28. febrúar 2018 07:00 Valitor er verðmætasta dótturfélag Arion banka en virði eigin fjár þess er metið á 30,6 milljarða í nýlegu verðmati IFS. Vísir/stefán Afkomuskiptasamningur stjórnvalda við kröfuhafa eignarhaldsfélagsins Kaupþings nær til virðis og mögulegrar virðisaukningar kortafyrirtækisins Valitors, ef fyrirtækið verður aðgreint frá Arion banka, á meðan Kaupþing heldur á fyrirtækinu og jafnframt við sölu á því. Mun sala og virðisaukning Valitors þannig skila sér í hærra stöðugleikaframlagi af hálfu Kaupþings til ríkissjóðs á grundvelli samningsins. Ekki er sérstaklega getið um það í reikningum Arion banka hvers virði hlutur bankans í Valitor Holding hf. en samkvæmt nýlegu verðmati greiningarfyrirtækisins IFS, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði eigin fjár kortafyrirtækisins metið á um 30,6 milljarða. Það jafngildir tvöföldu bókfærðu eigin fé Valitors í árslok 2016. Greinendur IFS benda á að félagið, sem er verðmætasta dótturfélag Arion banka, hafi stækkað ört með kaupum á bresku félögunum International Payment Solutions og Chip and Pin Solutions fyrir 1,5 milljarða króna á síðasta ári. Kostnaður Valitors vegna aukinna umsvifa er mikill, að mati sérfræðinga IFS, og eiga tekjurnar erfitt með að halda í við þá þróun.Berjast fyrir aðgreiningu Eins og Markaðurinn hefur greint frá sækist meirihluti hluthafa Arion banka, meðal annars vogunarsjóðir og Kaupþing, nú eftir því að Valitor verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu í vor, þannig að hlutabréf fyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Er talið líklegt að ákvörðun þess efnis verði tekin á aðalfundi 15. mars næstkomandi. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er sérstaklega gert ráð fyrir því – sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka – að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa í bankanum. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Mun íslenska ríkið þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags. Arion banki, sem á allt hlutafé í Valitor, hyggst halda eftir að lágmarki um 20 prósenta hlut í félaginu. Yrði þá 80 prósenta hlutur bankans greiddur út í formi arðs til hluthafa. Gangi það eftir myndu erlendu vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital og fjárfestingabankinn Goldman Sachs, sem eiga samtals tæplega þriðjungshlut í Arion banka, eignast að óbreyttu samanlagt um 26 prósenta hlut í Valitor. Auk þess myndu þeir eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í félaginu af Kaupþingi, en kauprétturinn virkjast aðeins komi til þess að bréfin í kortafyrirtækinu greiðist út til hluthafa með arðgreiðslu eða öðrum sambærilegum hætti. Heimildir Markaðarins herma að óvíst sé hvort allir sjóðirnir muni nýta kaupréttinn. Ef þeir kjósa svo munu þeir eignast ríflega 47 prósenta hlut í Valitor. Er kauprétturinn á um helmingi hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion. Samið var um kaupréttinn samhliða því að gengið var frá kaupum fjárfestahópsins á tæplega 30 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka í mars á síðasta ári. Það var fréttaskýringarþátturinn Spegillinn sem upplýsti fyrst um tilvist kaupréttarins í apríl í fyrra.Frekar að seljaFram kom í Markaðinum fyrr í mánuðinum að Bankasýslan, sem hélt þar til á mánudag utan um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, hefði komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri við Kaupþing að stofnunin væri mótfallin því að hlutabréf Valitors yrðu greidd út í arð. Var það afstaða Bankasýslunnar að fremur ætti að selja fyrirtækið í opnu söluferli. Afstaða vogunarsjóðanna og Kaupþings, ásamt ráðgjöfum félagsins, er hins vegar sú að það yrði til þess fallið að auka áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka ef Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni. Afkoma af undirliggjandi rekstri Valitors síðustu ár hafi verið dræm og þá séu í gangi dómsmál sem höfðuð hafa verið gegn félaginu, þar sem krafist sé margra milljarða króna í skaðabætur, og hafa ekki verið til lykta leidd. Þá var greint frá því í fjölmiðlum í lok síðustu viku að lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions í skaðabótamáli þeirra gegn Valitor muni fara fram á það að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir kortafyrirtækisins upp á 6,5 milljarða króna. Í áðurnefndu verðmati IFS á Valitor er miðað við tvöfalt bókfært virði eigin fjár, þ.e. V/I-hlutfallið 2,0, en bókfært eigið fé félagsins var 15,3 milljarðar króna í árslok 2016. Til samanburðar benda greinendur IFS á að miðgildi V/I-hlutfalls erlendra samanburðarfélaga Valitors sé 7,0 og meðaltal þeirra 8,4. Er tekið fram að virði flestra erlendu félaganna hafi hækkað um tugi ef ekki hundruð prósenta á undanförnum árum og því hafi V/I-hlutfall þeirra hækkað í samræmi við það. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Afkomuskiptasamningur stjórnvalda við kröfuhafa eignarhaldsfélagsins Kaupþings nær til virðis og mögulegrar virðisaukningar kortafyrirtækisins Valitors, ef fyrirtækið verður aðgreint frá Arion banka, á meðan Kaupþing heldur á fyrirtækinu og jafnframt við sölu á því. Mun sala og virðisaukning Valitors þannig skila sér í hærra stöðugleikaframlagi af hálfu Kaupþings til ríkissjóðs á grundvelli samningsins. Ekki er sérstaklega getið um það í reikningum Arion banka hvers virði hlutur bankans í Valitor Holding hf. en samkvæmt nýlegu verðmati greiningarfyrirtækisins IFS, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði eigin fjár kortafyrirtækisins metið á um 30,6 milljarða. Það jafngildir tvöföldu bókfærðu eigin fé Valitors í árslok 2016. Greinendur IFS benda á að félagið, sem er verðmætasta dótturfélag Arion banka, hafi stækkað ört með kaupum á bresku félögunum International Payment Solutions og Chip and Pin Solutions fyrir 1,5 milljarða króna á síðasta ári. Kostnaður Valitors vegna aukinna umsvifa er mikill, að mati sérfræðinga IFS, og eiga tekjurnar erfitt með að halda í við þá þróun.Berjast fyrir aðgreiningu Eins og Markaðurinn hefur greint frá sækist meirihluti hluthafa Arion banka, meðal annars vogunarsjóðir og Kaupþing, nú eftir því að Valitor verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu í vor, þannig að hlutabréf fyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Er talið líklegt að ákvörðun þess efnis verði tekin á aðalfundi 15. mars næstkomandi. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er sérstaklega gert ráð fyrir því – sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka – að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa í bankanum. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Mun íslenska ríkið þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags. Arion banki, sem á allt hlutafé í Valitor, hyggst halda eftir að lágmarki um 20 prósenta hlut í félaginu. Yrði þá 80 prósenta hlutur bankans greiddur út í formi arðs til hluthafa. Gangi það eftir myndu erlendu vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital og fjárfestingabankinn Goldman Sachs, sem eiga samtals tæplega þriðjungshlut í Arion banka, eignast að óbreyttu samanlagt um 26 prósenta hlut í Valitor. Auk þess myndu þeir eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í félaginu af Kaupþingi, en kauprétturinn virkjast aðeins komi til þess að bréfin í kortafyrirtækinu greiðist út til hluthafa með arðgreiðslu eða öðrum sambærilegum hætti. Heimildir Markaðarins herma að óvíst sé hvort allir sjóðirnir muni nýta kaupréttinn. Ef þeir kjósa svo munu þeir eignast ríflega 47 prósenta hlut í Valitor. Er kauprétturinn á um helmingi hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion. Samið var um kaupréttinn samhliða því að gengið var frá kaupum fjárfestahópsins á tæplega 30 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka í mars á síðasta ári. Það var fréttaskýringarþátturinn Spegillinn sem upplýsti fyrst um tilvist kaupréttarins í apríl í fyrra.Frekar að seljaFram kom í Markaðinum fyrr í mánuðinum að Bankasýslan, sem hélt þar til á mánudag utan um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, hefði komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri við Kaupþing að stofnunin væri mótfallin því að hlutabréf Valitors yrðu greidd út í arð. Var það afstaða Bankasýslunnar að fremur ætti að selja fyrirtækið í opnu söluferli. Afstaða vogunarsjóðanna og Kaupþings, ásamt ráðgjöfum félagsins, er hins vegar sú að það yrði til þess fallið að auka áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka ef Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni. Afkoma af undirliggjandi rekstri Valitors síðustu ár hafi verið dræm og þá séu í gangi dómsmál sem höfðuð hafa verið gegn félaginu, þar sem krafist sé margra milljarða króna í skaðabætur, og hafa ekki verið til lykta leidd. Þá var greint frá því í fjölmiðlum í lok síðustu viku að lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions í skaðabótamáli þeirra gegn Valitor muni fara fram á það að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir kortafyrirtækisins upp á 6,5 milljarða króna. Í áðurnefndu verðmati IFS á Valitor er miðað við tvöfalt bókfært virði eigin fjár, þ.e. V/I-hlutfallið 2,0, en bókfært eigið fé félagsins var 15,3 milljarðar króna í árslok 2016. Til samanburðar benda greinendur IFS á að miðgildi V/I-hlutfalls erlendra samanburðarfélaga Valitors sé 7,0 og meðaltal þeirra 8,4. Er tekið fram að virði flestra erlendu félaganna hafi hækkað um tugi ef ekki hundruð prósenta á undanförnum árum og því hafi V/I-hlutfall þeirra hækkað í samræmi við það.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira