Rafíþróttir

Fréttamynd

Ísland langefst á lista Riot Games

Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur hundruð stefna til landsins vegna raf­í­þrótta­móts

Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin.

Leikjavísir
Fréttamynd

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi verður að veruleika

Í sumar opnar nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi. Staðurinn mun bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem er fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum - og allt þar á milli. 

Innlent
Fréttamynd

Í beinni: RIG Digital motorsport

Nú um helgina er haldið digital kappakstursmót sem hluti af Reykjavík International Games íþróttahátíðinni #RIG21. Keppnin fer fram í gegnum netið og notast er við hermikappaksturs forritið iRacing.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Kappakstur á RIG í beinni á Stöð 2 e-sport

Klukkan 16:00 í dag hefst stafrænt kappakstursmót sem hluti af Reykjavík International Games íþróttahátíðinni #RIG21. Keppnin fer fram í gegnum netið og notast er við hermikappaksturs forritið iRacing. Margir af fremstu akstursíþróttamönnum landsins taka þátt, þar á meðal ríkjandi Íslandsmeistari í Rallakstri 2020 Gunnar Karl Jóhannesson, og fyrrum formúlu 3 ökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson. Gert er ráð fyrir þátttöku nokkurra erlendra ökumanna.

Bílar
Fréttamynd

Dreymir um öflugt hermikappaksturs samfélag

Vöxtur raf-íþrótta hefur verið sérstaklega mikill í kórónaveirufaladrinum. Hermikappakstur er þar engin undantekning. Hinrik Hoe Haraldsson, eigandi og framkvæmdastjóri GT Akademíunnar hefur gríðarlegan metnað fyrir því að byggja upp hermikappaksturs samfélagi.

Bílar