Handbolti

Fréttamynd

Draumur að verða að veruleika

Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingaliðið hóf undanúrslitin á sigri

Íslendingalið Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, vann góðan sex marka sigur er liðið tók á móti Pfadi Winterthur í fyrsta leik liðanna í undanúslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, 34-28.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig“

Sigursteinn Arndal var skiljanlega afar svekktur þegar hann mætti í viðtal strax eftir grátlegt tap FH gegn ÍBV nú í kvöld. Tapið þýðir að FH er úr leik í úrslitakeppninni og þarf að gera sumarfrí sér að góðu. ÍBV sópar sínu öðru einvígi í þessari úrslitakeppni og líta mjög vel út þessa stundina.

Handbolti
Fréttamynd

Samningslaus Díana: „Ég er sultu­slök“

Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist sultuslök og stolt af sínu liði er hún ræddi við Seinni bylgjuna eftir að ljóst var að Haukar væru dottnir úr leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið komst nokkuð óvænt alla leið í undanúrslit.

Handbolti
Fréttamynd

„Er búið hjá okkur núna og við höfum ekkert meira um þetta að segja“

„Við spiluðum þetta vel, það opnaðist vel fyrir mig. Vildu ekkert hleypa Óðni [Þór Ríkharðssyni] inn svo þetta endaði allt á mér,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, léttur um sigur Íslands í Ísrael á dögunum. Hann verður með íslenska liðinu sem mætir Eistlandi í Laugardalshöll á morgun, sunnudag.

Handbolti
Fréttamynd

Víkingur einum sigri frá Olís-deildinni

Víkingur Reykjavík vann mikilvægan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Fjölni í öðrum leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili, 25-29.

Handbolti
Fréttamynd

„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“

„Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum.

Íslenski boltinn