Leikur kvöldsins var æsispennandi og réðst ekki fyrr en í blálokin þegar heimamenn tryggðu sér eins marks sigur. Sigurinn þýðir að staðan í einvíginu er jöfn og liðin mætast í úrslitaleik í Álaborg á föstudaginn kemur.
Aron Pálmarsson spilaði ekki með Álaborg í dag á meðan Einar Ólafsson komst ekki á blað hjá Fredericia. Hann gaf þó eina stoðsendingu.
Guðmundur Guðmundsson er sem fyrr þjálfari Fredericia og Arnór Atlason, sem verður að öllum líkindum næsti aðstoðarþjálfari Íslands, er aðstoðarþjálfari Álaborgar.