Handbolti

Fréttamynd

Kapphlaup um Katarmiðana

Tuttugu handboltamenn munu á næstu vikum berjast um farseðla á HM í Katar. Landsliðsþjálfarinn mun taka sextán eða sautján leikmenn með sér út. Hann mun láta liðið æfa nýtt varnarafbrigði fyrir mótið.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn sá eini sem fagnaði sigri í kvöld

Snorri Steinn Guðjónsson var eini Íslendingurinn sem fagnaði sigri í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en bæði Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu að sætta sig við jafntefli á útivelli.

Handbolti
Fréttamynd

Norsku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM

Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta en það kom ekki að sök þar sem liðið var þegar búið að tryggja sér sigur í milliriðli eitt og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Steinn sló Rúnar Kára út úr þýska bikarnum

Gunnar Steinn Jónsson var í stóru hlutverki í seinni hálfleiknum þegar Gummersbach tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýska bikarsins í handbolta í kvöld eftir eins marks sigur í Íslendingaslag á útivelli á móti TSV Hannover-Burgdorf, 31-30.

Handbolti
Fréttamynd

Dönsku stelpurnar töpuðu stórt og misstu af undanúrslitunum

Það verða Noregur og Spánn sem komast upp úr milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta kvenna sem stendur nú yfir í Ungverjalandi og Króatíu. Spænska liðið tryggði sér sæti í undanúrslitunum með sjö marka sigri á Dönum, 29-22, í hreinum úrslitaleik á móti Danmörku.

Handbolti
Fréttamynd

Gaudin rekinn frá Hamburg

Vandræðin hjá þýska handknattleiksfélaginu Hamburg ætla engan enda að taka en liðið er nú búið að reka þjálfarann, Christian Gaudin.

Handbolti
Fréttamynd

Vignir grófastur í danska boltanum

Þegar 16 af 26 umferðum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta er lokið trónir Íslendingur á toppi eins lista þegar litið er yfir tölfræði deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Evrópumeistararnir á toppinn en breytist það í kvöld?

Svartfjallaland, ríkjandi Evrópumeistari, vann fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í handbolta kvenna sem fram fer þessa dagana í Ungverjalandi og Króatíu. Svartfjallaland vann 31-27 sigur á Hollandi í mikilvægum leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Er Þórir búinn að smita stelpurnar?

Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Króatíu og stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir af milliriðlunum.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Steinn: Ég þekki bakdyrnar vel

Gunnar Steinn Jónsson segir að það sé mikill munur á líkamlegum styrk hjá ungum þýskum leikmönnum og íslenskum. Hann segist vera að lifa drauminn að spila í þýsku úrvalsdeildinni þar sem boltinn henti sér.

Handbolti
Fréttamynd

Dönsku stelpurnar upp í annað sætið

Danmörk vann þriggja marka sigur á heimakonum í Ungverjalandi, 23-20, þegar liðin mættust í kvöld i milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta kvenna en mótið fer fram í Ungverjalandi og Króatíu.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur: Maður fær bara kjánahroll

Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins.

Handbolti