Handbolti

Fréttamynd

Risasigur hjá Kiel

Kiel valtaði yfir Lemgo á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 46-24, Kiel í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Paris SG í úrslit frönsku bikarkeppninnar

Paris SG, lið þeirra Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, er komið í úrslit frönsku bikarkeppninnar í handbolta eftir tíu marka sigur, 37-27, á Dijon. Sigurinn var aldrei í hættu, en Paris leiddi í hálfleik, 22-10.

Handbolti
Fréttamynd

Aron og félagar í lokaúrslit

Kolding, undir stjórn landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar, komst í dag í úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta eftir eins marks sigur, 24-23, á Team Tvis Holstebro í seinni leik liðanna í undanúrslitunum.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur og félagar byrja vel

Ólafur Guðmundsson og félagar hans í IFK Kristianstad tóku forystuna gegn Lugi HF með sjö marka sigri, 30-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitunum um sænska meistaratitilinn í handbolta í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Væll eða réttmæt gagnrýni á dómara?

Forráðamenn handboltaliðsins RK Vardar frá Makedóníu eru allt annað en sáttir með dómgæsluna í mikilvægum leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar um síðustu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur með átta mörk - Löwen vann er áfram efst

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Kiel í kvöld ásamt Filip Jicha þegar liðið vann 17 marka stórsigur á Hannover-Burgdorf, 37-20, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Rhein-Neckar Löwen er samt áfram í toppsæti deildarinnar eftir 34-26 sigur í Íslendingaslag.

Handbolti
Fréttamynd

Kristinn hættur hjá Volda

Kristinn Guðmundsson, fyrrum þjálfari HK, er hættur sem þjálfari hjá norska félaginu Volda en hann hóf störf þar síðasta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Steinn og félagar úr leik

Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Nantes sem tapaði 33-24 fyrir löndum sínum í Montpellier í átta liða úrslitunum EHF-bikarsins í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel fór örugglega áfram

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu stórsigur, 34-26, á Metalurg Skopje á heimavelli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Barcelona áfram á útivallarmörkum

Barcelona komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu i handbolta eftir sjö marka sigur, 31-24, á Rhein-Neckar Löwen í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum keppninnar í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Flensburg í undanúrslitin

Þýska liðið Flensburg er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta, þrátt fyrir 27-25 tap gegn Vardar Skopje í Makedóníu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Veszprém sló Paris SG út

Franska liðið Paris SG tapaði í dag á útivelli fyrir ungverska liðinu Veszprém, 31-26, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Lackovic til Vardar Skopje

Króatíski handknattleiksmaðurinn Blazenko Lackovic gengur í raðir makedónska félagsins Vardar Skopje frá þýska liðinu Hamburg að tímabilinu loknu.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Nantes

Lið Gunnars Steins Jónssonar, Nantes, sótti góðan sigur, 25-30, á útivelli gegn Tremblay í kvöld.

Handbolti