Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttamynd

Úkraínu­menn á Ís­landi

Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar.

Skoðun
Fréttamynd

Tvísýnt er um útflutning á íslenskri sjávarútvegstækni til Rússlands

Íslensk tæknifyrirtæki, sem sérhæfa sig í sjávarútvegi og hafa landað verðmætum samningum við rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki um aðkomu að nýsmíði fiskveiðiskipa, geta hvorki sent tæknibúnað til Rússlands né átt von á greiðslu fyrir búnaðinn. Þetta segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine.

Innherji
Fréttamynd

Á Kúbu ríkir ein­ræðis­stjórn og harð­ræði

Virðing fyrir öðru fólki, ást og góðvild er hluti af mannlífinu, í þessum heimi. Við lifum og mun lifa fyrir hið sameiginlega góða, þetta eru leiðir til að haga sér sem manneskjur. Að elska náunga okkar, að ljúga ekki, drepa ekki, lifa með umburðarlyndi og samúðar að leiðarljósi. Þetta hljóta að vera gildi lýðræðis samfélagsins í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu

Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Það gilda lög í stríði

Fæst okkar muna eftir vopnuðum átökum jafn nálægt okkur og nú og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja sig í spor flóttafólks og þegar þúsundir manna flýja heimili sín í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum

„Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti.

Innlent
Fréttamynd

Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði

Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley.

Innherji
Fréttamynd

Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni

Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn

Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Vín­búðin tekur rúss­neskan vodka úr sölu

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að taka fjórar tegundir af fimm af rússneskum vodka úr sölu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vodkinn verður fjarlægður úr hillum vínbúða á landinu þar til annað verður ákveðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sendi­herrann segir að barist verði til síðasta blóð­dropa um Kænu­garð

Olga Dibrova hefur verið sendiherra Úkraínu á Íslandi með aðsetur í Helsinki í tvö ár en vegna Covid faraldursins gat hún fyrst í dag afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Hún segir Rússa aldrei ná höfuðborginni Kænugarði á sitt vald vegna þess að þeir berjist ekki einungis við úkraínska herinn heldur alla úkraínsku þjóðina

Innlent