Sendiherrann segir að barist verði til síðasta blóðdropa um Kænugarð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 18:33 Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi er ómyrk í máli og segir að Úkraínumenn munu verja Kænugarð. Vísir Olga Dibrova hefur verið sendiherra Úkraínu á Íslandi með aðsetur í Helsinki í tvö ár en vegna Covid faraldursins gat hún fyrst í dag afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Hún segir Rússa aldrei ná höfuðborginni Kænugarði á sitt vald vegna þess að þeir berjist ekki einungis við úkraínska herinn heldur alla úkraínsku þjóðina „Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira