Stj.mál

Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tapa fylgi á Akureyri

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir NFS. Sjálfstæðismenn halda sínu fylgi, mælast með 36,5% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum þriðjungi af fylgi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Bíti á jaxlinn, bölvi í hljóði og beiti oddinum fast

Guðni Ágústsson, varafomaður Framsóknarflokksins, segir skoðanakannanir sýna grafalvarlega stöðu flokksins, en nú síðast í kvöld sýndi skoðanakönnun á Akureyri að flokkurinn myndi tapa tveimur af þremur bæjarfulltrúum sínum þar ef kosið yrði nú. Hann hvetur framsóknarmenn til að bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og beita oddinum fast næstu vikur.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólagjöld lækkuð í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í dag að lækka leikskólagjöld í leikskólum bæjarins um um það bil 20 prósent. Lækkunin tekur gildi frá 1. maí næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bænum að dvalarkostnaður fyrir hvert barn á almennum gjöldum lækki um ríflega 70 þúsund krónur miðað við 11 mánuði ári.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn á Akureyri fallinn skv. skoðanakönnun

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir NFS. Sjálfstæðismenn halda sínu fylgi en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum þriðjungi af fylgi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk bjartsýnt á framtíðina

Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa bjartsýnt á framtíðarhorfur sínar í heimi hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera á dögunum. Liðlega átta af hverjum tíu hugnast betur að starfa hjá einkafyrirtæki en hinu opinbera og þá eru jeppar og einkaþotur þau farartæki sem ungmennum hugnast einna best.

Innlent
Fréttamynd

Stefna í fremstu röð í fiskeldi

Samherji ætlar sér að verða í fremstu röð í lúðueldi og þorskeldi og setur stefnuna á að ná meira en helmings markaðshlutdeild í eldisbleikju. Þessu greindi forstjóri Samherja frá þegar tilkynnt var um stuðning stjórnvalda við fiskeldi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Landhelgisgæslan leigir tvær þyrlur

Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í morgun um að leigja tvær sambærilegar þyrlur til Landhelgisgæslunnar og hún hefur nú til umráða. Í tilkynningu frá dómsmálaráðherra segir að starfsfólki Landhelgisgæslunnar verði fjölgað þannig að unnt verði að reka fleiri þyrlur og halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn furðar sig á ummælum um Sundabraut

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lýsir furðu sinni á ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni í Fréttablaðinu í dag um að framkvæmdum við Sundabraut sé sjálfhætt í bili vegna stöðu efnahagsmála.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin grípur ekki til aðgerða gegn verðbólgunni

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki ætla að grípa til sértækra aðgerða gegn verðbólgu. Þetta sagði hann í samtali við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist eiga von á því að verðbólguskotið gangi fljótt yfir.

Innlent
Fréttamynd

Forseti bæjarstjórnar leiðir listann

Elías Jónatansson, iðnaðarverkfræðingur og forseti bæjarstjórnar bolungarvíkur leiðir lista sjálfstæðismanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí. Framboðslistinn var samþykktur einróma af fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík á fundi ráðsins á skírdag.

Innlent
Fréttamynd

D-listinn klofnaði í afstöðu sinni

D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisráðherra skoðaði afleiðingar sinubrunans á Mýrum

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur falið Náttúrufræðistofnun Íslands að rannsaka áhrif sinubrunanna á Mýrum á lífríkið og mun stofnunin fylgist náið með framvindu gróðurs og dýrlífs á svæðinu á næstu árum. Umhverfisráðherra skoðaði í gær afleiðingar sinubrunans ásamt forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, sérfræðingum stofnunarinnar og fulltrúum heimamanna.

Innlent
Fréttamynd

Horfir fram á sumarþing eða frestun mála fram á haust

Magrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að halda verði sumarþing eða fresta málum fram á haustþing því ekki náist að klára öll þau mál sem lögð hafi verið fyrir þingið að undanförnu. Hún sakar ríkisstjórnina um hroðvirkni við vinnslu frumvarpa.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi kjörseðla finnst í ruslatunnu

Fimm kassar troðnir kjörseðlum fyrir þingkosningarnar á Ítalíu fundust í ruslatunnu í Róm í dag. Kassarnir voru allir merktir innanríkisráðuneyti landsins.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga orðin 5,5 prósent á ársgrundvelli

Verðbólga í landinu er nú 5,5 prósent ársgrundvelli samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Vísitala neysluverðs mælist nú 255,2 stig og hækkaði um 1,14 prósent frá fyrra mánuði. Verðbólga hefur ekki mælst hærri í fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sleppa skatti af sjúkrastyrkjum

Fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram lagafrumvarp um að styrkir úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga verði ekki lengur skattskyldir. Fram hefur komið að nær ellefu þúsund einstaklingar greiddu rúmar 260 milljónir króna í skatta af sjúkrastyrkjum árið 2004.

Innlent
Fréttamynd

Holtasóley verður þjóðarblóm

Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að holtasóley verði valin þjóðarblóm Íslendinga. Landbúnaðarnefnd Alþingis hefur mælt með því við þingheimur samþykki þingsályktunartillögu í þessa veru.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn

Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sérkjörin burt sem fyrst

Engar efndir hafa orðið á því að eftirlaunalögum yrði breytt þó ár sé síðan forsætisráðherra lofaði að það yrði gert. Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, á þingi í dag og deildi á forsætisráðherra sem sagði málið ekki stranda á sér.

Innlent
Fréttamynd

Engin ágreiningur um varnarmál

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra segja engan ágreining sín á milli um varnarmál. Stjórnarandstæðingar sökuðu utanríkisráðherra um að upplýsa ritstjóra Morgunblaðsins betur um gang varnarviðræðna við Bandaríkin en utanríkismálanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir gætu farið í 16 prósent

Stýrivextir Seðlabankans geta farið í allt að sextán prósent að því er fram kemur í viðtali viðskiptavefsins Bloomberg við Davíð Oddsson Seðlabankastjóra. Davíð segist reiðubúinn að hækka stýrivexti verulega ef þess gerist þörf til að halda aftur af verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðaleysi ráðherra gagnrýnt

Stjórnarandstæðingar deildu hart á heilbrigðis- og fjármálaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Þeir gagnrýndu ráðherrana fyrir aðgerða- og úrræðaleysi þegar kæmi að því að leysa stöðuna á hjúkrunarheimilum og óskuðu eftir því að forsætisráðherra hlutaðist til um málið.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarmenn vilja flugvöllinn á Löngusker

Framsóknarmenn í Reykjavík boða þjóðarsátt í flugvallarmálum með því flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni og út á Löngusker. Flokkurinn stefnir að því að ná tveimur borgarfulltrúm þrátt fyrir að gengi flokksins hafi verið afar slakt í skoðanakönnum.

Innlent