Stj.mál

Fréttamynd

Borgarstjóri þiggur ekki launahækkun

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að úrskurður Kjaradóms frá í gær um hækkun launa æðstu embættismanna muni ekki ná til borgarstjórans í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag milli Björns og Hjördísar

Samkomulag hefur tekist milli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, og Hjördísar Hákonardóttur, dómsstjóra, vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála um að ráðherra hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði hæstaréttardómara haustið 2003. Björn skipaði þá Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Geti kennt sjálfum sér um að vera lítið á sviðinu

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í borginni hafa lítið verið á sviðinu og það er þeim sjálfum að kenna, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, en ný skoðanakönnun sýnir að fylgi flokksins í borginni mælist nú 55,7 prósent. Borgarstjóri á von á að kannanir í febrúar gefi skýrari mynd af stöðu floikkanna.

Innlent
Fréttamynd

Örnólfur Thorsson skipaður forsetaritari

Örnólfur Thorsson hefur verið skipaður í starf forsetaritara í stað Stefáns Lárusar Stefánssonar sem lætur af störfum um áramót og hverfur á ný til starfa á vettvangi utanríkisráðuneytisins. Örnólfur var ráðinn sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 1999 og hefur verið skrifstofustjóri frá 2003.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin skipar nýja fjölmiðlanefnd

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að skipa nýja fjölmiðlanefnd til að leggja grunninn að nýju frumvarpi um íslenska fjölmiðla. Nefndin verður skipuð sjö manneskjum úr öllum stjórnmálaflokkum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðiflokkurinn með mikinn meirihluta samkvæmt könnun

Sjálfstæðisflokkurinn er með mikinn meirihluta í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup. Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni en um þrjátíu prósent borgarbúa treysta Birni Inga Hrafnssyni, sem stefnir á efsta sæti á lista framsóknarmanna, til að gegna starfi borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Jafnt kynjahlutfall á framboðslista sjálfstæðismanna

Jafnt hlutfall er á milli karla og kvenna á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, en fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í borginni gekk frá listanum í gær. Í efstu tíu sætum eru fimm karlar og fimm konur.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán efstu sætin í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor var kynntur nú fyrir stundu. Þrettán efstu sætin eru í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins sem fram fór í nóvember. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðir listann og Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, skipar heiðursætið á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Lækka tolla ekki ótilneydd

Stjórnvöld lækka ekki tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir fyrr en þau neyðast til þess vegna alþjóðasamþykkta. Þangað til verða Íslendingar að greiða hæsta matvælaverð í heimi segir formaður Neytendasamtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvenær tollar lækka

Utanríkisráðherra kveðst ekki reiðubúinn að segja hvenær tollar á landbúnaðarafurðir verða lækkaðir eða felldir niður, eins og hann talaði um á viðskiptaþingi í Hong Kong. Hann segir að það verði ekki gert nema í samráði við önnur ríki heims og tryggt sé að stoðunum verði ekki kippt undan íslenskum landbúnaði.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu

Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði allra nema þeirra tekjuhæstu eykst

Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent.

Innlent
Fréttamynd

Enn vantar í 58 stöðugildi á leikskólum borgarinnar

Enn vantar starfsfólk í tæp 58 stöðugildi á leikskólum borgarinnar samkvæmt nýjum tölum frá menntasviði borgarinnar. Mestur er skorturinn á starfsfólki í Grafarvogi og Kjalarnesi, en þar vantar 17 starfsmenn, og í Árbæ og Grafarholti vantar fólk í ellefu og hálft stöðugildi

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarflokkarnir ósammála um Íbúðalánasjóð

Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ólgu innan stjórnarflokkanna um Íbúðalánasjóð tifandi tímasprengju. Greinilegt sé að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilji loka Íbúðalánasjóði strax á morgun, en flestir framsóknarmenn vilji að hann starfi áfram. Óljóst sé þó með formann flokksins og forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum

Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum þar sem laun umönnunarstétta, sem hafa verið mjög vanmetnar til launa, eru leiðrétt verulega. Bætt launakjör þeirra eru forsenda þess að borgin geti mannað þýðingarmiklar þjónustustofnanir í velferðarkerfinu og að með sómasamlegum hætti sé hægt að veita barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum þá þjónustu sem þeim ber.

Innlent
Fréttamynd

Boðað til launaráðstefnu í janúar

Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa risið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Launanefnd sveitarfélaga samþykkti tillöguna

Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa komið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Athugun á flutningi olíubirgðastöðvar hefur dregist

Samþykkt var í borgarstjórn fyrir um ári að starfshópur færi í að athuga með flutning olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Sú vinna hefur dregist um marga mánuði en hópurinn fer á fund með forsvarsmönnum olíufélaganna í lok vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Auðlindafrumvarp ráðherra þvert á niðurstöður nefndar

Frumvarp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýtingu á auðlindum jarðar gengur þvert á niðurstöður auðlindanefndar, sem Davíð Oddsson skipaði á sínum tíma. Meginniðurstöður þeirrar nefndar voru að jafnræði ætti að ríkja við úthlutun og að greiða þyrfti gjald fyrir afnotin.

Innlent
Fréttamynd

Stíga frekari skref í átt til gjaldfrjáls leikskóla

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur samþykkt að stefna að því ap tryggja öllum börnum með lögheimili á Seyðisfirði á aldrinum eins árs til fimm ára fjögurra tíma dvöl á leikskóla bæjarins án endurgjalds, en þetta er liður í fjölskyldustefnu bæjarins. Þetta er annað skrefið í átt að gjaldfrjálsum leikskóla en fyrir um ári var leikskólinn gerður gjaldfrjáls í 4 tíma fyrir 5 ára börnin.

Innlent
Fréttamynd

Kristján skipaður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneyti

Kristján Skarphéðinsson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá áramótum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Kristján er 48 ára að aldri og hefur verið skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu frá árinu 1999 og settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum frá 1. janúar 2003.

Innlent
Fréttamynd

Stóraukinn vatnsútflutningur

Útflutningur á drykkjarvatni er orðinn þriðjungi meiri en hann var á síðasta ári, og það þrátt fyrir að þrír síðustu mánuðir þessa árs séu ekki taldir með.

Innlent
Fréttamynd

5.000 til 6.000 manns leitar aðstoðar fyrir jólin

Það er ekki sjálfgefið að allir geti haldið gleðileg jól. Á milli fimm og sex þúsund manns leita á ári hverju aðstoðar til að geta haft hátíðarmat á borðum um jólin. Frestur til að sækja um jólaaðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar og Reykjavíkurdeild RKÍ rennur út á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Virkjunarleyfi verða framseljanleg

Virkjunarleyfi verða framseljanleg, ef frumvarp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, verður að lögum. Það er þó háð sérstöku leyfi. Samkvæmt frumvarpinu fá þau fyrirtæki, sem afla sér leyfis til rannsókna, sjálfkrafa nýtingarleyfi - en þar eru milljarðahagsmunir í húfi.

Innlent
Fréttamynd

Jónarnir báðir álitleg ráðherraefni

Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson koma sterklega til álita sem ráðherraefni Samfylkingarinnar, ef sú staða kemur upp að leita þurfi út fyrir þingflokkinn. Þetta segir formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að stór hópur framsóknarmanna eigi samleið með Samfylkingunni en telur umræðu um sameiningu flokka ekki tímabæra.

Innlent
Fréttamynd

Tólf í framboði í Garðabæ

Tólf taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þar sem valið verður í efstu sæti á lista flokksins við bæjarstjórnarkosningar næsta vor.

Innlent