Vissu af árásarmanninnum en týndu honum í fjöldanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 07:16 Ættingjar og vinir Corey Comperatore, sem lést þegar árásarmaðurinn skaut á Trump, efndu til minningarstundar í gær. AP/Eric Gay Árásarmaðurinn sem særði Donald Trump og myrti áhorfanda á kosningafundi í Pannsylvaníu á laugardag datt inn á radar lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) um klukkustund áður en hann lét til skarar skríða. Frá þessu greinir BBC en í umfjöllun miðilsins segir að hann hafi verið „flaggaður“ sem grunsamlegur þar sem hann var með fjarlægðamæli og bakpoka. Leyniskytta á vegum staðaryfirvalda er sögð hafa tekið mynd af árásarmanninum þar sem hann var að nota fjarlægðarmælinn og tilkynnt tafarlaust um hann til stjórnstöðvar. Skyttan virðist hins vegar hafa misst sjónar á árásarmanninum, sem týndist í fjöldanum. Hann sást aftur uppi á þaki um það bil 20 mínútum áður en hann skaut á Trump en ekki náðist að stöðva hann. Hann var skotinn til bana 26 sekúndum eftir að hann hleypti af fyrsta skotinu á sviðið þar sem Trump stóð. Þessar upplýsingar og fleiri komu fram á fundi öryggisyfirvalda með þingmönnum í gær. The USSS Senate briefing was unbelievably uninformative. Only 4 questions were allowed. The rest of us are supposed to submit questions. I already have. Awaiting a response.Not holding my breath. pic.twitter.com/PJUpCYXOPz— Senator Ron Johnson (@SenRonJohnson) July 17, 2024 Þar var einnig greint frá því að árásarmaðurinn hefði heimsótt hátíðarsvæðið að minnsta kosti einu sinni dagana fyrir kosningafundinn. Þá hafði hann notað símann sinn til að leita að myndum af Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta og fletta upp einkennum þunglyndisröskunar. Áður hafði verið greint frá því að lögreglumaður sem var að sinna eftirliti vegna upplýsinga um grunsamlegan einstakling hafi komið augliti til auglitis við árásarmanninn þar sem hann mundaði skotvopn sitt uppi á þaki. Lögreglumaðurinn lét sig falla niður af þakinu þegar árásarmaðurinn beindi byssunni að honum og tilkynnti strax um atvikið. Andartaki síðar heyrðust byssuhvellir. Repúblikanar eru sagðir afar ósáttir við þær upplýsingar og svör sem hafa fengist frá lífvarðaþjónustunni og hafa kallað eftir afsögn forstjórans, Kimberly Cheatle. Hún mun mæta fyrir þingnefnd á næstu dögum til að svara fyrir það sem fór úrskeðis. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Frá þessu greinir BBC en í umfjöllun miðilsins segir að hann hafi verið „flaggaður“ sem grunsamlegur þar sem hann var með fjarlægðamæli og bakpoka. Leyniskytta á vegum staðaryfirvalda er sögð hafa tekið mynd af árásarmanninum þar sem hann var að nota fjarlægðarmælinn og tilkynnt tafarlaust um hann til stjórnstöðvar. Skyttan virðist hins vegar hafa misst sjónar á árásarmanninum, sem týndist í fjöldanum. Hann sást aftur uppi á þaki um það bil 20 mínútum áður en hann skaut á Trump en ekki náðist að stöðva hann. Hann var skotinn til bana 26 sekúndum eftir að hann hleypti af fyrsta skotinu á sviðið þar sem Trump stóð. Þessar upplýsingar og fleiri komu fram á fundi öryggisyfirvalda með þingmönnum í gær. The USSS Senate briefing was unbelievably uninformative. Only 4 questions were allowed. The rest of us are supposed to submit questions. I already have. Awaiting a response.Not holding my breath. pic.twitter.com/PJUpCYXOPz— Senator Ron Johnson (@SenRonJohnson) July 17, 2024 Þar var einnig greint frá því að árásarmaðurinn hefði heimsótt hátíðarsvæðið að minnsta kosti einu sinni dagana fyrir kosningafundinn. Þá hafði hann notað símann sinn til að leita að myndum af Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta og fletta upp einkennum þunglyndisröskunar. Áður hafði verið greint frá því að lögreglumaður sem var að sinna eftirliti vegna upplýsinga um grunsamlegan einstakling hafi komið augliti til auglitis við árásarmanninn þar sem hann mundaði skotvopn sitt uppi á þaki. Lögreglumaðurinn lét sig falla niður af þakinu þegar árásarmaðurinn beindi byssunni að honum og tilkynnti strax um atvikið. Andartaki síðar heyrðust byssuhvellir. Repúblikanar eru sagðir afar ósáttir við þær upplýsingar og svör sem hafa fengist frá lífvarðaþjónustunni og hafa kallað eftir afsögn forstjórans, Kimberly Cheatle. Hún mun mæta fyrir þingnefnd á næstu dögum til að svara fyrir það sem fór úrskeðis.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira