Stj.mál

Fréttamynd

Formannsskipti í Mosfellsbæ

Bjarki Bjarnason tók við formennsku í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði af Ólafi Gunnarssyni á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Ólafur hafði gegnt formennsku frá stofnun félagsins árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert samráð við íbúa eins og samþykkt var

Samþykkt borgarstjórnar um samráð við íbúa um lagningu Sundabrautar eru virt að vettugi, að sögn stjórnarmanns hjá Íbúasamtökum Laugardals. Samtökin skora á alþingismenn að hafna frumvarpi um ráðstöfun á andvirði Landssímans, þar sem í því felist að við lagningu Sundabrautar verði farin svokölluð innri leið.

Innlent
Fréttamynd

Ribbaldakapitalismi á matvörumarkaði?

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hér á landi ríki einhvers konar ribbaldakapitalismi eins og í Rússlandi á frumskeiði markaðsvæðingar. Þetta sagði hún í ljósi þess að hér ríkti einokun á matvörumarkaði þar sem Baugur hefði hér rúmlega 60 prósenta markaðshlutdeild. Spurði hún viðskiptaráðherra um það hvernig bregðast skyldi við.

Innlent
Fréttamynd

Skúli Helgason ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Skúli Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá og með næstu áramótum. Hann hefur m.a. starfað sem útgáfustjóri tónlistar hjá Eddu-miðlun og útgáfu og framkvæmdastjóri innlendra verkefna hjá Reykjavík Menningarborg Evópu árið 2000.

Innlent
Fréttamynd

RÚV breytt í hlutafélag

Ríkisútvarpinu verður breytt í hlutafélag, samkvæmt frumvarpi sem þingflokkar ríkisstjórnarinnar samþykktu að leggja fram í dag. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið fyrir sitt leyti í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Skora á þingmenn að hafna frumvarpinu

Íbúasamtök Laugardals skora á alþingismenn að hafna frumvarpi um ráðstöfun á andvirði Landssímans, þar sem skilyrt er í athugasemdum frumvarpsins að við lagningu Sundabrautar verði farin svokölluð innri leið. Samtökin segja frumvarpið brjóta bæði gegn umhverfismati og úrskurði umhverfisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Óskhyggja að stefnubreyting felist í vaxtahækkun Seðlabankans

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óskhyggju hjá forsætisráðherra og utanríkisráðherra að stefnubreyting felist í tilkynningu Seðlabankans um 25 punkta hækkun á vöxtum í síðustu viku. Hún segir þá reyna að friða útflutningsgreinar og ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánakerfið nánast úrelt á augabragði

Húsnæðislánakerfi hins opinbera varð nánast úrelt á augabragði þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán af miklum krafti á síðasta ári. Því er óeðlilegt að Íbúðalánasjóður keppi við bankana án þess að þurfa að hlíta sömu reglum og þeim segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtahækkunin er ekki of lág

25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg.

Innlent
Fréttamynd

Skoða þurfi örorkukerfið í heild

Forsætisráðherra segir að skoða þurfi örorkukerfið í heild, ekki taka valda hluta út. Í nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors sé nýja tekjutryggingaraukanum sleppt þegar grunnlífeyris- og tekjutrygging er borin saman sem hlutfall af lágmarkslaunum. Þetta skekki myndina. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að skýrslan ætti að vera skyldulesning fyrir ríkisstjórnina. Ef þeir skammist sín ekki eftir þann lestur séu þeir forhertari en hún hefði haldið.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin tapar fylgi

Samfylkingin þarf að þétta raðirnar til að bæta úr stöðu sinni. Þetta segir formaður flokksins en fylgi hans hefur ekki mælst minna en nú á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur misst átta prósentustiga fylgi frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við formennsku.

Innlent
Fréttamynd

Þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni

Skýrsla Stefáns Ólafssonar prófessors, um örorku og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum, er þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og blaut tuska framan í öryrkja. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, í grein á heimasíðu sinni. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að skattbyrði öryrkja hér á landi hefur stóraukist frá árinu 1995.

Innlent
Fréttamynd

Búist við jákvæðri rekstrarniðurstöðu hjá borgarsjóði

Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur hafa lækkað um 1,4 milljarða króna samkvæmt árshlutauppgjöri sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borgarstjóra segir að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs 30. september 2005 hafi verið jákvæð um 743 milljónir króna, en samkvæmt útkomuspá verður niðurstaðan í árslok hagstæð sem nemur 549 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Borgarráð samþykkir tilboð í Heilsuverndarstöðina

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að taka tilboði verktakafyrirtækisins Mark-Húsa í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Þar með er ljóst að fyrirtækið eignast húsið. Mark-Hús buðu 980 milljónir króna í húsið, um fimmtíu milljónum meira en sá sem átti næsthæsta tilboð.

Innlent
Fréttamynd

Ekki aðgengi fyrir alla í norrænum þinghúsum

Ekki er aðgengi fyrir alla í norrænu þinghúsunum samkvæmt könnun sem sem norræna samstarfsnefndin um málefni fatlaðra gerði á aðgengismálum. Í könnuninni kemur fram að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru í hjólastól að flytja ræðu í ræðustólum húsanna og þá er aðgengi fatlaðra að vefupplýsingum ekki nægilega gott.

Innlent
Fréttamynd

Kennsla í listdansi einkavædd

Kennsla í listdansi verður einkavædd í haust ef áætlanir menntamálaráðuneytisins ganga eftir. Viljayfirlýsing á milli Menntaskólans í Hamrahlíð og forsvarsmanna nýs listdansskóla um greiðslu fyrir danskennslu verður undirrituð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Svör ráðherra ekki fullnægjandi

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ekki gefið fullnægjandi svör við því hvort Byggðastofnun haldi áfram starfsemi, segir formaður Frjálslynda flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabandalag líklegt á Ísafirði

Allt útlit er fyrir að Samfylkingin, Vinstri- grænir og Frjálslyndir og óháðir bjóði fram saman á Ísafirði í bæjarstjórnarkosningum í vor. Samfylkingarmenn og frjálslyndir og óháðir hafa þegar samþykkt sameiginlegt framboð en félagsfundur Vinstri - grænna á Ísafirði tekur afstöðu til þess í kvöld, en það voru þeir sem höfðu frumkvæði að myndun kosningabandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr skerðingu bóta

Heilbrigðisráðherra hefur fellt úr gildi reglugerð um skerðingu bóta sem leiddi til þess að tryggingabætur fjölda öryrkja og aldraðra voru felldar niður í nóvember og desember, þar sem greiðslur þeirra úr lífeyrissjóðum voru hærri en tekjumörk Tryggingastofnunar gerðu ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Byggðastofnun lánar út á ný

Byggðastofnun á að hefja aftur lánastarfsemi samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að eiginfjárstaða stofnunarinnar sé verri en lög gera ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Rúm 50 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýri

Ríflega fimmtíu prósent Reykvíkinga vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði annars staðar en í Vatnsmýrinni samkvæmt skoðananakönnun sem Gallup hefur geft fyrir lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Tæplega 48 prósent vildu hins vegar hafa flugvöllinn áfram í mýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Lagt til að ákveðnir hlutar hússins verði friðaðir

Húsafriðunarnefnd hyggst leggja til við menntamálaráðherra að ákveðnir hlutar Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg verði friðaðir. Eins og greint hefur verið frá stendur til að selja húsið verktakafyrirtækinu Mark-Húsum sem bauð hæst í það, alls 980 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Byggðastofnun starfi án fjárstuðnings ríkisins

Lánastarfsemi Byggðastofnunar mun halda áfram með óbreyttum hætti á næstunni á meðan ekki koma frekari athugasemdir frá Fjármálaeftirlitinu. Hins vegar verða gerðar grundvallarbreytingar á fjármögnunarstarfsemi stofnunarinnar til lengri tíma litið, þannig að hún standi undir þeim rekstri, án fjárstuðnings ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Starfshópur skipaður á næstu dögum

Starfshópur verður skipaður á næstu dögum sem fjalla mun um mál þeirra þeirra áttatíu öryrkja sem nýtt hafa bótarétt sinn og fyrirsjáanlegt var að yrðu fyrir greiðsluskerðingu út árið.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður um framhald listdanskennslu

Viðræður standa nú yfir á milli menntamálaráðuneytisins og aðila um framhald á listdanskennslu í landinu. Ekki fæst upp gefið hver sá aðili er en ljóst er að fagið verður áfram kennt þrátt fyrir að Listdansskóli Íslands verði lagður niður.

Innlent
Fréttamynd

Björn Friðrik ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra

Björn Friðrik Brynjólfsson, fréttamaður á RÚV, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og hefur störf 1. desember. Björn Friðrik útskrifaðist úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og hagnýtri fjölmiðlun ári síðar.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið birtist fyrst næsta vor

Menntamálaráðherra hefur boðað frumvarp um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það mun þó ekki líta dagsins ljós, fyrr en í fyrsta lagi á vori komanda. Ráðherrann ætlar að taka sérstakt tillit til framhaldsskóla með bekkjarkerfi með því að breyta námsskrá - en í slíkum skólum hefur gagnrýnin verið háværust.

Innlent
Fréttamynd

Jón óttast ekki dómstóla

Stefna Öryrkjabandalagsins á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samkomulagi við öryrkja verður þingfest á morgun. Heilbrigðisráðherra segist ekki óttast dómstóla. Öryrkjar telja að fimmhundruð milljónir vanti upp á til að samkomulagið sem gert var í mars árið 2003, sé að fullu efnt.

Innlent