Lögreglumál

Fréttamynd

Ákærður fyrir að myrða foreldra sína

Maður hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra sína sem fundust látin á heimili sínu í bænum Whitton í suðurhluta Lundúna. Þau höfuð verið stungin til bana.

Erlent
Fréttamynd

Í vímu með þrjú börn í bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar í Mosfellsbæ skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Aukið átak í leit að fölsuðum skilríkjum

Þrefalt fleiri hafa framvísað fölsuðum skilríkjum, milli ára, hjá Þjóðskrá og óskað eftir íslenskri kennitölu til að geta starfað hér á landi. Aukninguna má að hluta rekja til betra eftirlits en lögreglan áttaði sig á brotalöm í kerfinu sem leiddi til þess að nokkur fjöldi utan Evrópska efnahagssvæðisins fékk kennitölu á fölsuðum skilríkjum.

Innlent
Fréttamynd

Konan laus úr haldi lögreglu

Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus.

Innlent
Fréttamynd

Verði ákærðir fyrir þjófnað úr verslun Bauhaus

Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í tilkynningu vegna þjófnaðarmáls sem Fréttablaðið sagði frá að verslunin hafi í vor leitað til lögreglu vegna gruns um að tilteknir menn stunduðu þjófnað úr versluninni.

Innlent
Fréttamynd

245 hjólum stolið það sem af er ári

Umræða um hjólaþjófnað hefur færst í aukana hér á landi og telur Hörður Guðmundsson, hjólari og hugbúnaðarsérfræðingur, nauðsynlegt að koma upp gagnabanka og útbúa smáforrit með raðnúmerum hjóla til að auðvelt sé að koma þeim aftur til eigenda. Lögreglan segir mikilvægt að þjófnaðurinn sé tilkynntur strax.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni

Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert.

Innlent