Hjónin sem leitað var að á Kjalvegi fundin heil á húfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2019 01:17 Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Vísir/Jóhann K. Hjónin sem björgunarsveitir í Árnessýslu hafa leitað að í kvöld eru fundin heil á húfi í grennd við Beinhóla á Kjalvegi, þetta staðfestir Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Þó nokkur viðbúnaður var hjá björgunarsveitum þar sem fólkið var talið illa búið til lengri dvalar á hálendinu. Tilkynning barst á tíunda tímanum í kvöld að hjónin, sem koma frá Belgíu, hefðu ekki skilað sér úr göngu frá Gíslaskála um miðjan dag en þau höfðu verið þar á ferð ásamt tveimur sonum sínum. Þau eru á fimmtugsaldri. Þegar ekkert hafði heyrst frá fólkinu um klukkan fimm fóru samferðamenn þeirra að hafa áhyggjur og óskuðu aðstoðar. Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og sagði Frímann Birgir fyrr í kvöld, að svæðið sem leitað var á, hafi verið erfitt yfirferðar en að farið væri um ákveðnar hestagötur á fjórhjólum og voru vísbendingar um hvar fólkið væri en það var í símasambandi við Neyðarlínuna mestan allan tímann. Þá var veður ekki með besta móti. Lágskýjað, hiti undir tíu stigum og væta. Björgunarsveitir notuðust við hljóð- og ljósmerki, það er bláu ljósin á björgunartækjum, til þess að fólkið ætti auðveldara með sjá farartækin á ferð. Það bar árangur og fundust þau skömmu fyrir klukkan eitt. Frímann Birgir sagði í samtali við fréttastofu að hjónin hafi verið orðin nokkuð skelkuð en að öðru leiti vel á sig komin. Hann sagði að björgunarsveitir myndu aðstoða þau við að komast aftur í Gíslaskála, þar sem þau gista. Björgunarsveitir Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Hjónin sem björgunarsveitir í Árnessýslu hafa leitað að í kvöld eru fundin heil á húfi í grennd við Beinhóla á Kjalvegi, þetta staðfestir Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Þó nokkur viðbúnaður var hjá björgunarsveitum þar sem fólkið var talið illa búið til lengri dvalar á hálendinu. Tilkynning barst á tíunda tímanum í kvöld að hjónin, sem koma frá Belgíu, hefðu ekki skilað sér úr göngu frá Gíslaskála um miðjan dag en þau höfðu verið þar á ferð ásamt tveimur sonum sínum. Þau eru á fimmtugsaldri. Þegar ekkert hafði heyrst frá fólkinu um klukkan fimm fóru samferðamenn þeirra að hafa áhyggjur og óskuðu aðstoðar. Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og sagði Frímann Birgir fyrr í kvöld, að svæðið sem leitað var á, hafi verið erfitt yfirferðar en að farið væri um ákveðnar hestagötur á fjórhjólum og voru vísbendingar um hvar fólkið væri en það var í símasambandi við Neyðarlínuna mestan allan tímann. Þá var veður ekki með besta móti. Lágskýjað, hiti undir tíu stigum og væta. Björgunarsveitir notuðust við hljóð- og ljósmerki, það er bláu ljósin á björgunartækjum, til þess að fólkið ætti auðveldara með sjá farartækin á ferð. Það bar árangur og fundust þau skömmu fyrir klukkan eitt. Frímann Birgir sagði í samtali við fréttastofu að hjónin hafi verið orðin nokkuð skelkuð en að öðru leiti vel á sig komin. Hann sagði að björgunarsveitir myndu aðstoða þau við að komast aftur í Gíslaskála, þar sem þau gista.
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41
Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55